Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Ægir)
Sigurður Hrannar í leik með Ægi.
Sigurður Hrannar í leik með Ægi.
Mynd: Ægir
'Arne Slot er kominn bara við fengum hann bara'
'Arne Slot er kominn bara við fengum hann bara'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Siggi Jóns.
Siggi Jóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Oskar Wasilewski í gulu treyjuna væri unreal'
'Oskar Wasilewski í gulu treyjuna væri unreal'
Mynd: Raggi Óla
Aron Fannar Hreinsson hér fyrir miðju, sc: aronfannarh.
Aron Fannar Hreinsson hér fyrir miðju, sc: aronfannarh.
Mynd: Ægir
Gísli Laxdal.
Gísli Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara fyrir deildina. Í sjötta sæti í spánni eru Ægismenn úr Þorlákshöfn.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson er sóknarmaður sem er á láni hjá Ægi frá ÍA. Sigurður Hrannar, sem er 24 ára, ólst upp hjá ÍA en steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Kára. Hann spilaði svo í tvö tímabil með Gróttu en var svo virkilega öflugur með Völsungi í fyrra. Hann hefur í heildina skorað 31 mark í 115 KSÍ-leikjum.

Í dag sýnir Sigurður Hrannar á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Gælunafn:Siggari og Siggi

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Það var árið 2018 með Kára á Fellavelli, palli b0ndi með þrennu shiiii

Uppáhalds drykkur: Nocco berruba er vinnsæll þessa daganna

Uppáhalds matsölustaður: Galito á Skaganum

Hvernig bíl áttu: Heyrðu það er peugeot 2008, hann er til sölu. Kíkið á hann á Bílahöllinni!

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég verð að segja Breaking Bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Gummi Tóta

Uppáhalds hlaðvarp: Dr Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktokið er geitin

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Jeppakall69

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Arne Slot er kominn bara við fengum hann bara" frá fárveikum Liverpool stuðningsmanni, Marvin Darri

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Magna

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gísli Eyjólfsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef átt marga góða en Siggi Jóns og Elínbergur Sveinsson standa upp úr.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pablo

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: CR7

Sætasti sigurinn: Vinna 2. flokkinn 2019

Mestu vonbrigðin: Falla með ÍA 2022.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Oskar Wasilewski í gulu treyjuna væri unreal

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hákon Haraldsson er fínn

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Oliver Sigurjónsson, sá er vanmetinn maður

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Selma Dögg Þorsteinsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Auðvelt, CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Aron Fannar sæll... sc: aronfannarh

Uppáhalds staður á Íslandi: Akranes

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: ???

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Voða basic bara, fara í hægri skóinn fyrst

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já er dottinn inn í NFL, tvöfaldur sigurvegari í fantasy

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Grænum vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Eðlisfræðin fór illa með mig á sínum tíma

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég var nýkomin inn á með ÍA á móti KR, kemst í færi og skýt. Kennie Chopart kemst fyrir boltann og hann skýst í andlitið á mér og út af. Hann fagnaði í andlitið á mér, var helvíti lítill þá

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Þetta er auðvelt. Aron Fannar, Andri Þór og Arnar Logi. Þrír menn sem elska að tuða, kæmumst ekki lifandi af eyjunni...

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Aron Fannar í Love is Blind, myndi borga fyrir að sjá það

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Gaman að segja frá því að ég kann á gítar

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Fannar bað mig um að setja sjálfan sig hérna

Hverju laugstu síðast: Að nýjasta klippingin hans Marvins Darra sé flott

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er vel þreytt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arnar Grétars hvers vegna Gísli Laxdal byrjar ekki alla leikina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner