Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guy Smit biðst afsökunar á því sem gerðist eftir leik
Guy Smit í leiknum gegn Breiðabliki.
Guy Smit í leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guy Smit, markvörður KR, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar eftir tap KR gegn Breiðabliki í Bestu deildinni síðasta sunnudag.

Afsökunarbeiðnin birtist á Vísi fyrr í dag.

„Ég var að sjá myndbandið og ég vil biðja alla þessa krakka og foreldra þeirra afsökunar ef ég kom illa fram við þau," segir Smit í yfirlýsingu sinni.

„Ég var auðvitað vonsvikinn og vildi klára það sem fyrst að þakka áhorfendum fyrir leikinn, biðja þá afsökunar og drífa mig inn í búningsklefa."

Ástæðan fyrir afsökunarbeiðninni er það sem gerðist eftir leik KR og Breiðabliks. Þar sást Smit ýta frá sér ungum KR-ingum sem hópuðust að honum eftir leikinn.

„Hann var langt niðri, daufur og fúll. Hann á ekki að vera ýta frá sér, hann á bara að hundsa. Ég veit það ekki... það er vont að horfa á myndbandið en maður skilur hann samt alveg þannig," sagði Sæbjörn Steinke þegar rætt var um málið í Innkastinu í gær.

„Hann fær örugglega tiltal fyrir þetta. Hann er ekki að hrinda neinum, bara aðeins að ýta frá sér."

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.


Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner