Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   mán 29. apríl 2024 23:04
Sölvi Haraldsson
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfelikurinn minnti mig mjög mikið á KR leikinn. Við komum okkur í góðar stöður og hefðum getað skorað mörk. Í seinni hálfleik vorum við slakir en það var sætt að vinna leikinn. Fullt af hlutum til að vinna betur í.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir sætan 1-0 sigur Garðbæinga í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Sigurmarkið kom í blálokin frá nafna Guðmundar en hann viðurkennir það að trúin var farin að minnka með hverri mínútu að sigurmarkið myndi koma.

Ég var alltaf bjartsýnn en því meira sem líður á leikinn verður það alltaf ólíklegra. En við erum með góða menn fram á við til að klára þetta. En mér fannst við spila þetta svolítið upp í hendurnar á þeim með lélegum sendingum sem er ekki gott. En gott að vinna samt sem áður. Þrjú stig sem skiptir máli.“

Guðmundur er ánægður með úrslitin en honum fannst eins og frammistaðan hefði getað verið betri.

Fyrir mitt leyti voru of mörg skyndiáhlaup sem við þurftum að verjast. Gott að halda hreinu en ég hefði viljað fá færri færi á mig. Súrsætt. Gott að vinna og halda hreinu en við getum betur og eigum að gera betur.

Það vekur athygli að dómarar deildarinnar eru byrjaðir að spjalda á margt sem margir eru ósáttir með. Guðmundur nennir ekki að vera að pæla mikið í því.

Ég fékk bara gult fyrir að negla einhvern niður þannig ég verð bara að taka því eins og maður. Ég fagna því að þeir séu að spjalda menn sem eru að sparka boltanum í burtu þegar við erum að taka aukaspyrnu.“ sagði Guðmundur.

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að lifa með. Ég nenni ekki mikið að pæla í þessu. Þetta er línan sem þeir eru búnir að setja og við þurfum bara að dansa eftir henni. Ef við förum út fyrir hana þá spjalda þeir. Þetta eru fullt af spjöldum og örugglega margir komnir í bann mjög snemma í mótinu og oft. Ég nenni ekki að eyða orku í þetta. Ég ætla bara að einbeita mér að mér og gera það vel. Þeir hafa talað um þetta í mörg ár að spjalda menn fyrir að mótmæla. En við tökum þessu bara.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum eftir sætan 1-0 sigur Stjörnunnar á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner