Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Finnst ekki nóg að þetta sé bara gult spjald ef allt annað er gult"
Ég er mjög ánægður með mjög margt í leiknum í gær þó að ég hafi strax eftir leik sagt að ég væri ósáttur.
Ég er mjög ánægður með mjög margt í leiknum í gær þó að ég hafi strax eftir leik sagt að ég væri ósáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst ekki nóg að þetta sé bara gult spjald ef allt annað er gult spjald
Mér finnst ekki nóg að þetta sé bara gult spjald ef allt annað er gult spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten meiddist á móti Fram.
Morten meiddist á móti Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég held þetta séu eðlileg skref sem við erum að taka. Og þetta eru góð skref.
Ég held þetta séu eðlileg skref sem við erum að taka. Og þetta eru góð skref.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar kom inn í leikinn í gær.
Elvar kom inn í leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ofboðslega leiðinlegt, hann er búinn að spila ofboðslega vel fyrir okkur drengurinn, mikið 'motivation' í gangi. Þetta er bara partur af þessu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, við Fótbolta.net í dag.

Rætt var við hann í kjölfarið á tíðindunum af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni en ljóst er að miðvörðurinn verður frá fram í júlí þar sem hann ristarbrotnaði í gær. Takkarnir á skónum á Atla Þór Jónassyni, leikmanni HK, fóru í ristina á Eiði.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

Hefur þú sterkari skoðanir á tæklingunni eftir að hafa horft á hana aftur?

„Ég veit það ekki. Mér finnst þetta pínu heimskulegt en það er engin illska í þessari tæklingu, er ekkert að gera þetta eins og hann ætli eitthvað að meiða hann. Svolítið kæruleysislega farið með fótinn hátt, finnst hann sjá að hann eigi ekki séns í boltann. Auðvitað er það Eiður sem sparkar undir sólann á honum. Ég er ekki nógu fær í dómgæslu til að segja hvað er og hvað er ekki."

„Ef maður hugsar út í gult spjald í dag, menn fá spjald fyrir að taka upp boltann, toga í treyju leikmanns og allt þetta. Það má ekki segja neitt og þá færðu gult spjald. Það er orðið ofboðslega langt á milli gula spjaldsins og rauða spjaldsins. Mér finnst ekki nóg að þetta sé bara gult spjald ef allt annað er gult spjald. Þetta er ekki sambærilegt brot og að lyfta upp boltanum eða tefja leik. Það getur ekki verið það sama fyrir að lyfta sólanum upp í hnéhæð."


Meiðsli Morten skrítin
Eiður er ekki fyrsti miðvörður Vestra sem meiðist. Gustav Kjeldsen sleit hásin í vetur og Morten Ohlsen meiddist í fyrsta leik. Hvernig er staðan á Morten?

„Ég eiginlega veit það ekki, þetta eru svolítið skrítin meiðsli. Hann í raun tognar bara á ökkla, var ennþá bólginn í síðustu viku sem var sú fjórða eftir meiðslin. Það er enginn sársauki eða svoleiðis, en töluvert bólgið og skrítið hvað bólgan hefur verið lengi að hjaðna þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í neinum átökum."

Með kosti í stöðunni
Elvar Baldvinsson kom inn á fyrir Eið Aron í gær. Eru fleiri augljósir kostir í miðvörðinn?

„Við erum auðvitað með Friðrik (Þóri Hjaltason) líka. Ástæðan af hverju við settum Elvar inn var sú er að hann er örvfættur. Elvar er að upplagi bakvörður. Við erum ekki með neinn vinstri fótar hafsent."

Engin stór meiðsli nema hjá Eiði
Eru allir aðrir í hópnum heilir?

„Það eru allir heilir. Guðmundur Arnar (Svavarsson) var tæpur fyrir þennan leik. Sama var með Nacho og Vladimir Tufegdzic. Það eru bara smávægileg meiðsli, ekkert stórt nema þetta með Eið."

Erfitt að flýta endurkomunni
Tólf vikur er langur tími, það er ekkert flýta einhverju ferli eða vonast til að hann verði klár eftir tíu vikur?

„Mér finnst það ólíklegt. Það er bein sem er brotið í ristinni. Hinn daglegi maður myndi held ég ekki finna neitt fyrir þessu eftir 6-8 vikur. En einhver sem er að sparka bolta alla daga, ég held það sé erfitt að reyna flýta fyrir því, því miður."

Haldið hreinu í 270 mínútur
Vestri hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð og bikarleik eftir að hafa legið gegn Fram og Breiðabliki í fyrstu tveimur umferðunum. Var eitthvað sérstakt gert eftir Blikaleikinn, einhver fundur haldinn eða slíkt?

„Auðvitað er mikið fundað, við fundum eftir hvern einasta leik og fundum fyrir hvern einasta leik. Það má ekki gleyma því að við höldum hreinu í heilan hálfleik á móti Fram og heilan hálfleik á móti Blikum. Við horfum í jákvæðu punktana. Við vorum auðvitað ekki ánægðir með varnarleikinn á móti Fram svona heilt yfir þó að annað markið sé auðvitað bara slysamark. Við horfum í það að við séum búnir að halda hreinu í 270 mínútur í þessu móti í heild sinni. Ég er sáttur með það, en ég viðurkenni að frammistaðan í Fram leiknum var mikil vonbrigði. Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Blikum. Eins og allir vita þá fáum við á okkur víti og rautt spjald, rautt sem er minna brot en þetta á Eið í gær, og leikurinn leysist svolítið upp í hálfgerða vitleysu. Gegn svona sterku liði eins og Blikar eru með þá má ekki neitt út af bregða, þá bara dæla þeir á mann."

Sáttur með stigasöfnunina en vill meira tempó
„Heilt yfir er ég sáttur með stigasöfnunina. Ég held að liðið eigi helling inni, finnst vanta svolítið tempó í okkur og við þurfum að ná að bæta úr því á boltann."

„Ég sagði í viðtalinu við ykkur eftir leikinn í gær að við erum svolítið ragir. Þeir eru líka að venjast því að þeir hafa styttri tíma á boltann og þessháttar. Ég held þetta séu eðlileg skref sem við erum að taka. Og þetta eru góð skref. Þó að leikurinn í gær hafi verið jafn, þá finnst mér við skapa meira en þeir, og ég er ekki að setja út á þá, en mér finnst við meira að reyna spila fótbolta, minna í löngum boltum og þessháttar. Ég er mjög ánægður með mjög margt í leiknum í gær þó að ég hafi strax eftir leik sagt að ég væri ósáttur. Það voru ofboðslega flottir spilkaflar í leiknum sem ég er mjög ánægður með. Það er helst þetta tempóleysi sem mér finnst við geta bætt,"
sagði Davíð Smári að lokum.


Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner