Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   þri 30. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamel í leik með Keflavík.
Kamel í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi var þetta frábær leikur hjá okkur. Við spiluðum góðan leik og gerðum Breiðablik erfitt fyrir," segir Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net. Kamel er besti leikmaður 3. umferðar Mjólkurbikars karla eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu í mögnuðum sigri Keflavíkur gegn Breiðabliki.

Kamel skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri gegn Breiðabliki á heimavelli.

„Þetta var frábær liðsframmistaða, mörkin og voru frábær og við erum ánægðir. Þetta voru góð mörk sem ég skoraði en það gerist ekki af sjálfu sér, þetta kemur með æfingunni."

Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Keflavík myndi taka sigur gegn Breiðabliki.

„Þetta eru töfrar bikarsins. Þú þarft að búast við því óvænta. Breiðablik er kannski besta lið landsins þegar þeir eru á deginum sínum. Við spiluðum við þá á undirbúningstímabilinu. Ég held ég hafi spilað 60-65 mínútur í þeim leik og ég hljóp bara í hringi að leita að boltanum. Þeir eru frábært lið. En þetta er bikarinn og það eru töfrar í honum. Við hittum á okkar dag."

Kamel, sem er afar rólegur og yfirvegaður persónuleiki, býst við erfiðum leik gegn ÍA í 16-liða úrslitunum en það er allt hægt í bikarnum.

Svo einfalt er það
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í sumar, en það er hægt að færa rök fyrir því að Kamel sé of góður fyrir Lengjudeildina. Hann sýndi það í fyrra í Bestu deildinni að hann er fótboltamaður með mikil gæði.

En Kamel segir einfaldlega: „Ef ég væri of góður, þá væri ég ekki að spila þar. Svo einfalt er það."

Hann segir að það hafi ekki komið neitt upp í vetur um að hann myndi spila í Bestu deildinni. „Það voru núll möguleikar."

„Ég er mjög ánægður í Keflavík og ég nýt þess að vera þar. Þeir bera virðingu fyrir mér og ég ber virðingu fyrir þeim. Þeir gefa mér það frjálsræði að vera sá einstaklingur sem ég er. Ég gæti ekki beðið um meira en það."

Kamel, sem er frá Danmörku, er spenntur fyrir komandi sumri en Lengjudeildin hefst á morgun. „Ég er svo spenntur og ég hlakka mikið til. Vonandi getum við gert frábæra hluti."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Kamel meðal annars um lífið á Íslandi. Hann er núna á sínu öðru ári í íslenska boltanum en hann segist elska rólega lífið í Keflavík.
Athugasemdir
banner