Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 30. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamel í leik með Keflavík.
Kamel í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi var þetta frábær leikur hjá okkur. Við spiluðum góðan leik og gerðum Breiðablik erfitt fyrir," segir Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net. Kamel er besti leikmaður 3. umferðar Mjólkurbikars karla eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu í mögnuðum sigri Keflavíkur gegn Breiðabliki.

Kamel skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri gegn Breiðabliki á heimavelli.

„Þetta var frábær liðsframmistaða, mörkin og voru frábær og við erum ánægðir. Þetta voru góð mörk sem ég skoraði en það gerist ekki af sjálfu sér, þetta kemur með æfingunni."

Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Keflavík myndi taka sigur gegn Breiðabliki.

„Þetta eru töfrar bikarsins. Þú þarft að búast við því óvænta. Breiðablik er kannski besta lið landsins þegar þeir eru á deginum sínum. Við spiluðum við þá á undirbúningstímabilinu. Ég held ég hafi spilað 60-65 mínútur í þeim leik og ég hljóp bara í hringi að leita að boltanum. Þeir eru frábært lið. En þetta er bikarinn og það eru töfrar í honum. Við hittum á okkar dag."

Kamel, sem er afar rólegur og yfirvegaður persónuleiki, býst við erfiðum leik gegn ÍA í 16-liða úrslitunum en það er allt hægt í bikarnum.

Svo einfalt er það
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í sumar, en það er hægt að færa rök fyrir því að Kamel sé of góður fyrir Lengjudeildina. Hann sýndi það í fyrra í Bestu deildinni að hann er fótboltamaður með mikil gæði.

En Kamel segir einfaldlega: „Ef ég væri of góður, þá væri ég ekki að spila þar. Svo einfalt er það."

Hann segir að það hafi ekki komið neitt upp í vetur um að hann myndi spila í Bestu deildinni. „Það voru núll möguleikar."

„Ég er mjög ánægður í Keflavík og ég nýt þess að vera þar. Þeir bera virðingu fyrir mér og ég ber virðingu fyrir þeim. Þeir gefa mér það frjálsræði að vera sá einstaklingur sem ég er. Ég gæti ekki beðið um meira en það."

Kamel, sem er frá Danmörku, er spenntur fyrir komandi sumri en Lengjudeildin hefst á morgun. „Ég er svo spenntur og ég hlakka mikið til. Vonandi getum við gert frábæra hluti."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Kamel meðal annars um lífið á Íslandi. Hann er núna á sínu öðru ári í íslenska boltanum en hann segist elska rólega lífið í Keflavík.
Athugasemdir
banner