Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   þri 30. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Sami Kamel er leikmaður þriðju umferðar Mjólkurbikars karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamel í leik með Keflavík.
Kamel í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi var þetta frábær leikur hjá okkur. Við spiluðum góðan leik og gerðum Breiðablik erfitt fyrir," segir Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net. Kamel er besti leikmaður 3. umferðar Mjólkurbikars karla eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu í mögnuðum sigri Keflavíkur gegn Breiðabliki.

Kamel skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri gegn Breiðabliki á heimavelli.

„Þetta var frábær liðsframmistaða, mörkin og voru frábær og við erum ánægðir. Þetta voru góð mörk sem ég skoraði en það gerist ekki af sjálfu sér, þetta kemur með æfingunni."

Það voru ekki margir sem bjuggust við því að Keflavík myndi taka sigur gegn Breiðabliki.

„Þetta eru töfrar bikarsins. Þú þarft að búast við því óvænta. Breiðablik er kannski besta lið landsins þegar þeir eru á deginum sínum. Við spiluðum við þá á undirbúningstímabilinu. Ég held ég hafi spilað 60-65 mínútur í þeim leik og ég hljóp bara í hringi að leita að boltanum. Þeir eru frábært lið. En þetta er bikarinn og það eru töfrar í honum. Við hittum á okkar dag."

Kamel, sem er afar rólegur og yfirvegaður persónuleiki, býst við erfiðum leik gegn ÍA í 16-liða úrslitunum en það er allt hægt í bikarnum.

Svo einfalt er það
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í sumar, en það er hægt að færa rök fyrir því að Kamel sé of góður fyrir Lengjudeildina. Hann sýndi það í fyrra í Bestu deildinni að hann er fótboltamaður með mikil gæði.

En Kamel segir einfaldlega: „Ef ég væri of góður, þá væri ég ekki að spila þar. Svo einfalt er það."

Hann segir að það hafi ekki komið neitt upp í vetur um að hann myndi spila í Bestu deildinni. „Það voru núll möguleikar."

„Ég er mjög ánægður í Keflavík og ég nýt þess að vera þar. Þeir bera virðingu fyrir mér og ég ber virðingu fyrir þeim. Þeir gefa mér það frjálsræði að vera sá einstaklingur sem ég er. Ég gæti ekki beðið um meira en það."

Kamel, sem er frá Danmörku, er spenntur fyrir komandi sumri en Lengjudeildin hefst á morgun. „Ég er svo spenntur og ég hlakka mikið til. Vonandi getum við gert frábæra hluti."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Kamel meðal annars um lífið á Íslandi. Hann er núna á sínu öðru ári í íslenska boltanum en hann segist elska rólega lífið í Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner