Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Grindavíkurdagurinn á heimavelli hamingjunnar
Grindvíkingar hefja tímabilið á morgun
Grindvíkingar hefja tímabilið á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun munu báðir meistaraflokkar Grindavíkur, karla- og kvenna, spila leiki sína á Víkingsvellinum (Heimavelli Hamingjunnar), þar sem það verður svokallaður Grindavíkurdagur.

Klukkan 16:00 mætast Grindavík og KR í Mjólkurbikar kvenna áður en karlalið Grindavíkur spilar við Fjölni í 1. umferð Lengjudeildarinnar klukkan 19:15.

Grindavík og Víkingur náðu samkomulagi í mars um að Grindavík fengi að æfa og spila á Víkingssvæðinu í sumar og var það hluti af samkomulaginu að meistaraflokkur karla- og kvenna myndi spila fyrsta leik sumarsins á Víkingsvellinum.

   30.04.2024 11:36
„Vel gert af Víkingum að lána okkur völlinn og búa til umgjörðina"


Allur ágóði af miðasölu og sölu varnings og veitinga í kringum leikina á morgun rennur óskiptur til styrktar Grindavíkur, sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma vegna jarðhræringa á svæðinu.

Víkin opnar klukkan 15:15. Eftir kvennaleikinn verða Hjaltested-hamborgarnir á sínum stað en hægt er að nálgast þá klukkan 18:15.

Jón júlíus Karlsson verður vallarþulur og þá keyrir Sigurbjörn trúbador upp stemninguna.

Leikir:
16:00 Grindavík - KR (Mjólkurbikar kvenna)
19:15 Grindavík - Fjölnir (Lengjudeild karla)
Athugasemdir
banner
banner
banner