Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 31. júlí 2017 13:54
Elvar Geir Magnússon
Gibson refsað fyrir að drulla yfir liðsfélaga á djamminu
Darron Gibson.
Darron Gibson.
Mynd: Getty Images
Darron Gibson, leikmaður Sunderland, fær refsingu frá félagi sínu fyrir að hegða sér ekki með þeim hætti sem hann á að gera samkvæmt samningi.

Gibson var búinn að skvetta í sig nokkrum bjórum þegar hann ræddi við nokkra stuðningsmenn Sunderland. Einn af þeim tók upp símann og tók upp samræðurnar.

Gibson fór út á lífið eftir að Sunderland tapaði 5-0 fyrir Celtic í æfingaleik.

„Að sjálfsögðu truflar það mig. Ég vil ekki láta það trufla mig en við erum algjört drasl. Það eru of margir í félaginu sem er drullusama," sagði Gibson við stuðningsmennina.

Lamine Kone, Jeremain Lens og Whabi Kazri eru þeir leikmenn Sunderland sem nafngreindir eru í samræðunum og Gibson sakar um að leggja sig ekki fram fyrir félagið.

Gibson hefur beðið Sunderland afsökunar. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og á leik gegn Derby County í fyrstu umferð Championship-deildarinnar á föstudag.


Athugasemdir
banner
banner