Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 28. apríl 2024 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings spilaði sinn fyrsta byrjunarliðs leik á tímabilinu í dag þar sem hann skoraði eitt mark í 4-2 sigri gegn KA.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Við vissum að þetta yrði erfður leikur, KA menn þurfa á stigum að halda, en við vorum bara betri fannst mér og við sigldum þessu í lokin."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Aron hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu sem fór á loft.

„Fyrir mér þá bara rænir hann upplögðu marktækifæri af Ara og það er bara rautt spjald líka, en hann dæmir það ekki. Þeir hefðu kannski getað fengið eitt víti þarna, ég veit það ekki, ég þarf bara að sjá það í sjónvarpinu. En það er erfitt að dæma svona þegar það er alltaf öskrað, þannig ég skil alveg dómarann að það var smá bras."

Víkingar eru með fullt hús stiga eftir 4 leiki í deild og þeir fóru áfram í bikarnum. Algjör óskabyrjun.

„Bara eins og við stefndum á, en það þýðir ekkert að slaka neitt því að hin liðin eru á eftir okkur og við vitum það alveg. Þannig við bara höldum áfram." Valur og Breiðablik sem flestir telja líklegustu liðin til að berjast um titilinn við Víking hafa þó farið hikstandi af stað. „Við reynum bara að fókusera á sjálfa okkur en auðvitað erum við meðvitaðir um hvað hin liðin að gera. Ég væri bara að ljúga því ef ég segði að við værum ekki að gera það. En við bara spilum okkar leik og það hefur bara gengið helvíti vel hingað til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner