Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 13. desember 2017 10:03
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam frestar jólunum hjá Gylfa og félögum
Bíðum með jólin.
Bíðum með jólin.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce hefur látið aflýsa sérstakri jólagleði leikmanna Everton. Stóri Sam hugsar venjulega mikið um móralinn utan vallar en honum finnst ekki við hæfi að halda jólagleði á þessum tímapunkti.

Í staðinn lofar hann því að halda partí á nýju ári ef liðið nær að fjarlægjast fallsvæðið enn frekar og koma sér nær Evrópubaráttunni.

„Mér fannst ekki þörf á jólagleði þegar ég tók við, miðað við stöðu liðsins. Ég sagði leikmönnum að ég myndi borga þeim til baka þegar jólin væru liðin og við förum í betri stöðu inn í janúar. Þegar tímapunkturinn er réttur," segir Stóri Sam.

Næstu tver leikir Everton eru gegn liðum sem eru við fallsvæðið, Newcastle og Swansea. Everton er í tíunda sæti en getur komið sér í þokkalega stöðu með sigrum í komandi verkefnum.

Gylfi og félagar mæta Newcastle klukkan 19:45 í kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner