Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 26. febrúar 2018 17:24
Magnús Már Einarsson
FH ber engan kostnað af komu Gomes - Kemur á láni út júní
Gomes í leik með Dönum á Ólympíuleikunum árið 2016.
Gomes í leik með Dönum á Ólympíuleikunum árið 2016.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Edigerson Gomes Almeida kom í dag til FH á láni frá Henan Jianye í Kína. Félagaskiptin hafa vakið athygli en leikmaðurinn var fyrir nokkrum árum einn öflugasti varnarmaðurinn í dönsku úrvaldseildinni.

Gomes kemur á láni til 30. júní til að byrja með en hann er meiddur og því er óvíst hvort að hann komi til með að ná að spila leik með FH.

„Þetta er hörkuleikmaður og Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH), þekkti hann," sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sögusagnir hafa verið um að Henan Jianye hafi viljað losna við Gomes úr leikmannahópi sínum þar sem hann er meiddur og reglur eru um fjölda erlendra leikmanna í hverju liði í Kína. Birgir segist ekki vita hvort svo sé eða ekki.

„Það getur vel verið, það kemur okkur ekki við," sagði Birgir.„Við berum engan kostnað af því að fá hann. Svo verður að koma í ljós hvort það sé möguleiki á að hann nái sér og komist í stand. Hann er meiddur og við þurfum bara að bíða og sjá."

„Umboðsmaður sem við höfum oft unnið með benti okkur á þetta og hvort við værum til í þetta. Það er ekkert að þessu fyrir okkur. Ef þetta gerist þá er það geggjað en ef þetta gengur ekki þá gerist það ekki. Við þurfum ekki að leggja út krónu og þetta er fínt fyrir okkur," sagði Birgir.

Gomes er í endurhæfingu í Kína vegna meiðslanna og óvíst er hvenær hann kemur til Íslands.

Sjá einnig:
FH fær miðvörð frá Gínea-Bissau (Staðfest)
Óvíst hvort nýi varnarmaðurinn spili með FH
Athugasemdir
banner