Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 15. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Konungsfjölskyldan fer ekki til Rússlands eftir eiturefnaárás
Vilhjálmur Bretaprins er mikill áhugamaður um fótbolta. Hann fer ekki til Rússlands.
Vilhjálmur Bretaprins er mikill áhugamaður um fótbolta. Hann fer ekki til Rússlands.
Mynd: Getty Images
Hvorki ráðherrar né meðlimir í bresku konungsfjölskyldunni munu ferðast til Rússlands í sumar til að sjá enska fótboltalandsliðið spila á stærsta sviðinu, á Heimsmeistaramótinu.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta en ákvörðun var tekin um þetta eftir að feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás í Salisbury þann 4. mars.

Þau liggja þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug.

Theresa May segir að eitrið sem notað hafi verið í árásinni hafi verið framleitt í Rússlandi og telur afar góðar líkur á því að Rússar hafi verið á bak við árásina. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir njósnir í þágu Breta en var frelsaður árið 2010.

Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry hafa verið tíðir gestir á stórmótum Englendinga en þeir munu ekki mæta til Rússlands ef marka má orð forsætisráðherrans.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta hefur áður ýjað að því að England muni draga sig úr keppni fyrir HM en ólíklegt er að það gerist.
Athugasemdir
banner
banner