Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um öll spjöldin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
   fös 16. mars 2018 14:55
Magnús Már Einarsson
Heimir: Veit ekki hvort Kolbeinn sé kominn í landsliðsklassa
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Kolbeinn er kominn aftur inn í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og hans teymi tilkynntu í dag 29 manna hóp sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Þetta er síðasti landsliðshópurinn sem er valinn áður en 23 manna hópur fyrir HM í Rússlandi verður valinn þann 11. maí.

Stærstu fréttirnar eru þær að Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes, er kominn aftur inn í hópinn eftir langa fjarveru.

„Það er geggjað fyrir hann að hann sé kominn til baka," sagði Heimir um Kolbein.

„Ég veit ekki hvort hann sé kominn aftur í landsliðsklassa en við fáum að meta hvar hann er í endurhæfingunni út í Bandaríkjunum. Það verður að hrósa (Claudio) Ranieri og Nantes að leyfa honum að fara með okkur."

Athygli vakti að Rúnar Már Sigurjónsson var ekki á blaði í þessum 29 manna hóp en hann hefur margoft verið í 23 manna hóp og var til að mynda í EM-hópnum sem fór til Frakklands.

„Við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Rúnari Má og töldum að það væri mikilvægara að skoða aðra í þessu verkefni og það er sama með Arnór Smárason. Þeir eru ekkert út úr möguleikanum í lokahópnum þó þeir séu ekki valdir hér."

Í hópnum að þessu sinni eru fleiri möguleikar í bakvarðarstöðunum, Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Theódór Elmar Bjarnason og Rúrik Gíslason hægra megin og svo eru Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon vinstra megin. Talað hefur verið um skort á bakvörðum í landsliðinu en svo virðist sem breiddin sé að aukast töluvert.

„Við höfum markvisst verið að vinna að þessu. Þó svo að hann eldist ansi vel, Birkir Már Sævarsson þá mun hann einhvern tímann hætta í íslenska landsliðinu og við verðum að vera með arftaka. Þá verður sá leikmaður að hafa fengið reynslu. Við erum þokkalega sáttir með niðurstöðuna."

„Ari hefur verið að spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi, Hörður hefur verið spila sem vinstri bakvörður í sínu félagi og Rúrik hefur verið að spila sem hægri bakvörður í sínu félagi. Við erum ekki að taka leikmenn úr öðrum stöðum og setja þá í nýjar stöður."

Þessir leikir út í Bandaríkjunum eru síðustu leikirnir áður en lokahópurinn fyrir HM verður tilkynntur. Nú verða menn að sanna sig ef þeir ætla sér með til Rússlands.

„Þetta verða harðir leikir og menn munu leggja sig fram í þessum leikjum. Það eru allir að berjast um fá sæti til Rússlands."

„Það er svo sem ekkert markmiðið að allir fái mínútur. Við erum með leikmenn sem við vitum nákvæmlega hvað hafa fram að færa. Við erum með aðrar spurningar sem við þurfum svör við, hvort sem það nægir okkur að sjá þá á æfingum eða í leikjum, við þurfum bara að meta það þegar til Bandaríkjanna er komið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner