Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 25. mars 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veit til þess að Tuchel er að ræða við Arsenal
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus fullyrðir það að þýski knattspyrnuþjálfarinn Thomas Tuchel hafi rætt við Arsenal um að taka við liðinu af Arsene Wenger.

Wenger skrifaði undir nýjan tveggja ára samning undir lok síðasta tímabils og á því eitt ár eftir af samningi sínum eftir þetta tímabil.

Stjórnarmenn Arsenal eru hins vegar að skoða málin eftir slakt tímabil og virðist Tuchel ofarlega á óskalistanum.

„Ég held að Thomas Tuchel gæti verið líklegastur í starfið hjá Bayern München en ég veit líka að hann er að ræða við Arsenal," sagði Matthaus í samtali við Bild.

Tuchel er 44 ára en hann var rekinn frá Dortmund í fyrra eftir að hafa lent upp á kant við stjórn félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner