Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 28. júní 2018 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan kominn í stórt félag - Langaði ekki í „eitthvað peningadæmi"
Thomas Doll hringdi og þá var ekki aftur snúið
Kjartan Henry Finnbogason er búinn að semja við sigursælasta liðið í Ungverjalandi.
Kjartan Henry Finnbogason er búinn að semja við sigursælasta liðið í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan í landsleik.
Kjartan í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Thomas Doll er þjálfari liðsins. Kjartani lýst mjög vel á hann.
Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Thomas Doll er þjálfari liðsins. Kjartani lýst mjög vel á hann.
Mynd: Getty Images
„Það voru einhver 2-3 tilboð frá Danmörku, frá Kýpur, frá Ísrael og Grikklandi og eitthvað svona. Félagaskiptaglugginn er búinn að vera skrýtinn miðað við undanfarin ár vegna HM. Vanalega fer allt á fullt þegar hann er að loka sem er yfirleitt í lok ágúst. Ég ætlaði að vera svalur og bíða og sjá hvort eitthvað myndi koma upp, en þegar þetta tækifæri kemur þá var það ekki spurning.
„Það voru einhver 2-3 tilboð frá Danmörku, frá Kýpur, frá Ísrael og Grikklandi og eitthvað svona. Félagaskiptaglugginn er búinn að vera skrýtinn miðað við undanfarin ár vegna HM. Vanalega fer allt á fullt þegar hann er að loka sem er yfirleitt í lok ágúst. Ég ætlaði að vera svalur og bíða og sjá hvort eitthvað myndi koma upp, en þegar þetta tækifæri kemur þá var það ekki spurning."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað var erfitt að kveðja. Klúbburinn er búinn að gera ótrúlega mikið fyrir mig og ég fyrir þá.
„Auðvitað var erfitt að kveðja. Klúbburinn er búinn að gera ótrúlega mikið fyrir mig og ég fyrir þá.
Mynd: Getty Images
„Ég vill frekar vera í góðri deild og fá að spila þar sem að fólk getur fylgst með. Hér er ég kominn í stórt félag.
„Ég vill frekar vera í góðri deild og fá að spila þar sem að fólk getur fylgst með. Hér er ég kominn í stórt félag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er spenntur fyrir komandi tímum. Hann er búinn að semja við Ferencvaros, en það er lið sem ekki margir Íslendingar hafa heyrt um. Ferencvaros er staðsett í ungversku höfuðborginni Búdapest.

Kjartan Henry segist ekki hafa vitað um neitt lið í Ungverjalandi áður en hann heyrði af áhuga frá Ferencvaros, sem er sigursælasta liðið þar í landi. Liðið hefur 29 sinnum orðið ungverskur meistari og 23 sinunm bikarmeistari. Síðast varð liðið meistari árið 2016.

Kjartan Henry var mættur til Baden í Austurríki í æfingabúðir með sínu nýja liði þegar Fótbolti.net heyrði í honum í gær. Kjartan Henry var þreyttur eftir tvo langa daga.

„Ég kom um hádegið í gær (á þriðjudag) og var allan daginn í læknisskoðun. Ég hef aldrei farið í aðra eins læknisskoðun áður. Síðasti parturinn var hjartaskoðun klukkan átta og ég skrifaði ekki undir fyrr en klukkan hálf-tíu. Þetta var mjög langur dagur og maður er fyrst að átta sig á þessu núna."

„Þetta félag er mun stærra en mig óraði fyrir, ég hef aldrei spilað hjá svona stóru félagi."

Kjartan kemur til Ferencvaros frá Horsens í Danmörku. Hvað er það sem gerir þennan klúbb svona mikið stærri en Horsens?

„Það er allt. Stuðningsmennirnir, áhuginn og völlurinn, þetta er verðlaunavöllur. Þetta er flottasti völlur sem ég hef séð, hann er mjög tæknivæddur og splunkunýr. Þegar ég kem þá taka á móti mér tveir læknar, íþróttasálfræðingur, þrír hnykkjarar og þrír sjúkraþjálfarar. Það er töluvert meira í þetta lagt."

Ferencvaros endaði í 2. sæti í ungversku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, tveimur stigum á eftir Videoton. Liðið mun því taka þátt í Evrópudeildinni þar sem mótherjinn í 1. umferð verður Maccabi Tel Aviv frá Ísrael.

Kjartan býst við því að hann sé kominn til félagsins sem fyrsti kostur í framherjastöðuna. Thomas Doll er þjálfari liðsins, hann er Þjóðverji - fyrrum landsliðsmaður Þýskalands. Hann spilaði með liðum eins og Hamburger SV og Lazio en á þjálfarferlinum hefur hann þjálfað Hamburger SV, Borussia Dortmund, Genclerbirligi í Tyrklandi og Al-Hilal í Sádí-Arabíu. Doll lagði mikla áherslu á það að fá Kjartan.

„Ég var í fríi á Spáni með fjölskyldunni. Ég var búinn að taka þá ákvörðun að mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Maður á kannski ekki mörg ár eftir og mig langaði að taka séns. Ég tjáði Horsens frá því að mig langaði að færa mig um set og þeir virtu það. Þegar ég var úti á Spáni þá hringir Thomas Doll í mig og sagðist vera búinn að skoða mig og ég væri maðurinn sem hann þurfti. Hann seldi mér þetta."

„Ég skoðaði þetta og sá að þetta var risastórt félag. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig."

Eins og segir hér að ofan þá hringir Doll í Kjartan Henry, en Kjartan vissi ekkert hver hann var.

„Hann er víst þýsk goðsögn. Hann var sjálfur framherji og þegar ég talaði við hann vissi ég að hann var ekki að bulla. Það skiptir mig miklu máli að þjálfarinn lagði mikla áherslu að fá mig, þess vegna gekk þetta örugglega svona hratt fyrir sig."

Fékk fullt af tilboðum
Kjartan er búinn að skapa sér gott orð í Danmörku eftir að hafa verið hjá Horsens frá 2014, hann var orðinn fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð. Kjartan hafði úr nokkrum möguleikum að velja en í vetur reyndi Bradford úr ensku C-deildinni að krækja í hann. Á endanum ákvað Kjartan að semja við Ferencvaros.

„Það voru einhver 2-3 tilboð frá Danmörku, frá Kýpur, frá Ísrael og Grikklandi og eitthvað svona. Félagaskiptaglugginn er búinn að vera skrýtinn miðað við undanfarin ár vegna HM. Vanalega fer allt á fullt þegar hann er að loka sem er yfirleitt í lok ágúst. Ég ætlaði að vera svalur og bíða og sjá hvort eitthvað myndi koma upp, en þegar þetta tækifæri kemur þá var það ekki spurning. Ég er enn að átta mig á þessu eins og ég segi. Ég var að koma inn á hótelherbergi og fæ að vita að það er alltaf blóðprufa á hverjum morgni, til að skoða með svefninn og hvaða vítamín menn þurfa. Ég er ekki vanur slíku, þetta er mjög skemmtilegt."

„Ég verð að ganga út frá því," segir Kjartan þegar hann er spurður að því hvort hann sé fenginn til félagsins sem kostur númer eitt í framherjastöðuna hjá þessu stóra félagi. „Ég verð að sjá til þess að svo verði," bætir Kjartan við.

„Þeir lentu í öðru sæti á síðasta tímabili og eru ekki sáttir með það, þeir vilja alltaf vinna. Þeir voru að segja við mig í gær að næsti titill er 30. titillinn og þá fá þeir þriðju stjörnuna. Það skiptir miklu máli fyrir þá og það er markmiðið."

„Ég er kominn hingað til að skora mörk og vonandi verður það að veruleika. Ég verð fyrst að koma mér í betra stand."

„Búdapest er geggjuð borg og þetta er ævintýri," segir Kjartan, en stuðningsmenn félagsins eru greinilega mjög ástríðufullir.

„Strákarnir voru að spila æfingaleik áðan við eitthvað lið í Austurríki. Það voru blys og læti, stuðningsmennirnir voru búnir að keyra í einhverja klukkutíma til þess að sjá æfingaleik. Þannig að ég er mjög, mjög spenntur."

„Auðvitað erfitt að kveðja"
Kjartan kveður Horsens eftir fjögur góð ár. Hann var orðinn fyrirliði á síðasta tímabili og það er sárt að kveðja.

„Auðvitað var erfitt að kveðja. Klúbburinn er búinn að gera ótrúlega mikið fyrir mig og ég fyrir þá. Þeir voru í næst síðasta sæti í næst efstu deild þegar ég kom þangað. Ég er búinn að upplifa að fara upp um deild og vera markahæstur hjá þeim á hverju tímabili. Í ár enduðum við í topp sex - meistaraspilinu og þá fannst mér toppnum náð," segir þessi 31 árs gamli framherji.

„Hvort sem það er Zidane eða einhver annar þá verður maður að vita hvenær maður á að ganga sáttur frá borði og mér fannst þetta tímapunkturinn minn."

„Ég held ég muni ekki sjá eftir þessu, krakkarnir eru á þannig aldri. Sonur minn er bara tveggja ára og hann þarf bara að fá bolta og þá er hann sáttur. Þetta er akkúrat tíminn til þess að gera þessa hluti, reyna að ná því mesta út úr ferlinum því ég þurfti að vera meiddur í 2-3 ár heima á Íslandi, það var ekki spes."

Hugsaði um landsliðið
Kjartan var nálægt lokahópi Íslands sem fór á HM í Rússlandi. Hann rétt missti af sæti þar.

Ísland féll úr leik í riðlakeppninni eftir svekkjandi tap gegn Króatíu á þriðjudaginn.

„Maður er búinn að fylgjast með öllum þessum leikjum, þeir skildu allt eftir á vellinum og stóðu sig frábærlega. Að ná jafntefli gegn Argentínu er einn af okkar stærstu sigrum getur maður sagt. Að gera það á HM er algjörlega magnað," sagði Kjartan.

„Auðvitað vildu þeir fara áfram og mér sýnist þeir vera hundsvekktir. Það sýnir hvert landsliðið er komið. Þegar markmiðið er að komast upp úr riðlakeppni HM, þá erum við að gera eitthvað rétt."

Næsta landsliðsverkefni er gegn Sviss í Þjóðadeildinni á HM.

„Ég hafði ekki einu sinni hugsað út í það," segir Kjartan er hann er spurður að því hvort hann ætli að vera með í því verkefni. „En ég hugsaði samt þegar ég tók þetta skref að fyrst maður væri inn í myndinni hjá landsliðinu þá vildi ég ekki fara í eitthvað rugl, eitthvað svona peningadæmi."

„Ég vill frekar vera í góðri deild og fá að spila þar sem að fólk getur fylgst með. Hér er ég kominn í stórt félag."

Að lokum sagði Kjartan: „Ég skil það vel að fólk heima á Íslandi eða þið sem fylgist með fótbolta þekkið ekki liðin í Ungverjalandi en ég býð ykkur þá bara heimsókn."

Fyrsti alvöru leikur Kjartans með nýja félaginu gæti komið í Evrópudeildinni þann 12. júlí næstkomandi gegn Maccabi Tel Aviv í Ungverjalandi. Með Maccabi Tel Aviv spilar Viðar Örn Kjartansson. Kjartan og Viðar eru í samkeppni um sæti í landsliðinu og það verður fróðlegt að fylgjast með þeirra baráttu.
Athugasemdir
banner