Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fös 03. ágúst 2018 10:40
Elvar Geir Magnússon
Gulli Jóns og Þróttur 2019: Getum ekki bara beðið eftir þessum strákum
Þróttur vann 6-1 sigur gegn ÍR í síðasta leik en meðalaldur leikmannahóps Þróttar var 21,9 ár.
Þróttur vann 6-1 sigur gegn ÍR í síðasta leik en meðalaldur leikmannahóps Þróttar var 21,9 ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur á hliðarlínunni í leiknum gegn ÍR-ingum.
Gunnlaugur á hliðarlínunni í leiknum gegn ÍR-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, lánsmaður úr Víkingi R., er meðal efnilegra leikmanna sem Þróttur hefur fengið til sín.
Logi Tómasson, lánsmaður úr Víkingi R., er meðal efnilegra leikmanna sem Þróttur hefur fengið til sín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hélt opinn félagsfund í heimili félagsins í gær þar sem Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar, ræddi við stuðningsmenn um framtíðarhugmyndir.

Fótbolti.net mætti á umræddan fund sem bar yfirskriftina „Þróttur 2019".

Miklar sviptingar og áherslubreytingar hafa verið undanfarið hjá Þrótturum sem eru í Inkasso-deildinni. Mikið gerðist í nýlokuðum félagaskiptaglugga og fjölmargar breytingar urðu á leikmannahópnum.

Verðum að sýna þeim að það er eitthvað í gangi
„Það bar brátt að í vor að ég tæki við liðinu og strax í fyrsta leik lentum við í áföllum og misstum nánast alla miðjuna í meiðsli. Undir það síðasta höfum við verið að ná einhverri fótfestu. Skagaleikurinn, sem var lokaleikurinn í fyrri umferðinni, gefur okkur þá sýn að það býr ýmislegt í þessu liði," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net eftir fundinn í gær.

Þróttur ætlar að horfa í frekari mæli til yngri leikmanna og gefa efnilegum leikmönnum fleiri mínútur. Gunnlaugur er Skagamaður og segir módelið ekki ólíkt því sem verið sé að vinna með á Akranesi.

„Það eru að koma efnilegir árgangar upp hjá Þrótti. 3. flokkurinn gerði frábæra hluti á Rey Cup og 4. flokkurinn er einnig sterkur. Við getum ekki bara beðið eftir þessum strákum, við verðum að sýna þeim að það sé eitthvað í gangi og gefa þeim þefinn af þessu."

Ódýrara umhverfi en árangursríkt
Það er augljóst að launakostnaður leikmannahóps Þróttar hefur minnkað eftir gluggann. Eru líka fjárhagslegar ástæður fyrir því að þessi stefna er tekin upp?

„Ég held að það sé ekkert launungarmál að í þessu umhverfi sem við erum í þá eru félög að eyða of miklum peningi í leikmenn. Það var alveg skýrt þegar ég var í viðræðum við stjórn Þróttar í vor að þeir vildu breyta hlutunum. Í stað þess að leita til útlanda væri hægt að finna yngri leikmenn í öðrum félögum, þó það væri bara stuttur samningur. Við erum að slá nokkrar flugur í einu. Við erum að búa til ódýrara umhverfi en jafnframt held ég árangursríkt. Liðið er orðið mjög öflugt, með sterkan varnarleik og blússandi sóknarleik. Þetta er mjög spennandi," sagði Gunnlaugur.

Hann segist finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá stuðningsmönnum Þróttar við þessari stefnu félagsins, þó eðlilegt sé að það hafi ekki allir með sömu sýn.

Pepsi 2020?
Gunnlaugur hefur bullandi trú á þessari stefnu og gaf það út á fundinum að stefnan væri sett á að herja á Pepsi-deildarsæti á næsta tímabili, ef liðið nær ekki að lauma sér í þá baráttu á lokasprettinum í sumar. Það eru sjö stig upp í 2. sætið.

„Það er orðið langsótt að komast upp í ár. Liðin fyrir ofan okkur hafa styrkt sig vel og það stefnir í mjög spennandi lokabaráttu. Við munum gera okkar besta til að ná sætinu en það er ekker panikk þó það náist ekki í ár."

Gunnlaugur hefur fengið nokkuð af ungum lánsmönnum frá liðum í Pepsi-deildinni. Hann vonast til þess að einhverjir þeirra finni fyrir þessu metnaðarfulla umhverfi sem verið er að skapa í Laugardalnum og vilji koma aftur.

„Það er ekki spurning. Við erum að reyna að búa til umhverfi sem menn verða betri í og fá mikið traust. Svo er það bara okkar að ræða við þau félög sem eiga þessa leikmenn. Ég finn alveg hljómgrunn fyrir því að festa leikmenn til lengri tíma, menn fái tíma til að þróast," sagði Gunnlaugur.

Í Pepsi-deildinni eru leikmenn sem eru uppaldir hjá Þrótti og vonast Gunnlaugur til að fá þá aftur heim. Má þar nefna Arnþór Ara Atlason og Aron Bjarnason hjá Breiðabliki.

„Við munum athuga það. Það er kannski langsótt en ég vildi láta vita af því á þessum fundi að við viljum fá þá til baka. Þeir hafa taugar til félagsins og hafa verið að mæta á leiki. En við gerum okkur grein fyrir því að þarna eru lykilmenn í sterkum liðum og það verður erfitt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner