Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 02. október 2018 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Cédric D'Ulivo framlengir við FH
Cédric í baráttunni gegn Val í sumar.
Cédric í baráttunni gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski bakvörður FH-inga í Pepsi-deild karla, Cédric D'Ulivo hefur framlengt samning sinn við félagið til eins árs. Cédric er því samningsbundinn FH út sumarið 2019.

Frakkinn sem verður þrítugur á næsta ári gekk í raðir FH um mitt tímabil í fyrra en meiddist illa rétt eftir komu sína til FH og náði aðeins einum leik með liðinu í Pepsi-deildinni, sumarið 2017.

Hann lék síðan í sumar átta leiki með FH-ingum og skoraði í þeim leikjum eitt mark, í 1-1 jafntefli gegn Fylki.

Cédric var einn af tíu leikmönnum FH í sumar sem voru samningslausir eftir tímabilið.

Fyrr í dag tilkynnti sóknarmaðurinn, Atli Viðar Björnsson að hann væri búinn að leggja skónna á hilluna frægu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner