Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 23. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Butland verður í treyju til heiðurs Banks
Gordon Banks með Pele.
Gordon Banks með Pele.
Mynd: Getty Images
Jack Butland, markvörður Stoke, verður í sérstakri treyju til heiðurs Gordon Banks er Stoke mætir Aston Villa í Championship-deildinni á morgun.

Gordon Banks, fyrrum markvörður enska landsliðsins, lést í síðustu viku. Hann var 81 árs gamall og lést eftir baráttu við krabbamein.

Banks var markvörður enska landsliðsins sem vann HM 1966 og þá átti hann mjög fræga markvörslu frá Pele á HM 1970.

Á löngum ferli sínum spilaði hann yfir 600 leiki, flesta með Leicester og Stoke.

Á treyjunni sem Butland mun klæðast verður ekkert merki, enginn styrktaraðili og ekkert nafn. Eins og þetta var í gamla daga. Þetta er eftirlíking af treyju sem Banks klæddist í sigri Stoke á Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins 1972.

Macron framleiddi treyjuna og sagði það „heiður" að hafa gert það.



Athugasemdir
banner
banner