Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 01. október 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik meistari í þrettánda sinn
Bikarmeistarar 2021.
Bikarmeistarar 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Þróttur R.
1-0 Karitas Tómasdóttir ('25 )
2-0 Tiffany Janea Mc Carty ('39 )
3-0 Hildur Antonsdóttir ('63 )
4-0 Karitas Tómasdóttir ('82 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2021 eftir þægilegan sigur á Þrótti Reykjavík í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Þróttur var að spila sinn bikarúrslitaleik á meðan Breiðablik var að vinna keppnina í 13. sinn.

Þróttur átti ágætis augnablik til að byrja með en eftir að landsliðskonan Karitas Tómasdóttir skoraði á 25. mínútu, þá var þetta í raun aldrei spurning.

Tiffany McCarty bætti við öðru marki fyrir leikhlé og gerði Hildur Antonsdóttir þriðja markið eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Agla María með fyrirgjöf beint á kollinn á Karítas sem stangar hann í netið," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu er Karitas gerði fjórða markið á 82. mínútu. Lokatölur 4-0 fyrir Kópavogsfélagið.

Breiðablik er meistari og það sannfærandi. En Þróttur getur borið höfuðið hátt eftir sína fyrstu heimsókn í bikarúrslitaleikinn. Stórkostlegt tímabil hjá Þrótti; liðið hafnaði í þriðja sæti í Pepsi Max-deildinni og komst í bikarúrslit.

Tímabilið er ekki búið hjá Blikum, þær eru á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hún hefst í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner