Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 03. september 2019 21:37
Magnús Valur Böðvarsson
4.deild: Elliði, Kormákur/Hvöt, Ægir og Hvíti Riddarinn í undanúrslit
Diego Moreno Minguez var hetja Kormáks Hvatar
Diego Moreno Minguez var hetja Kormáks Hvatar
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Styrmir Erlendsson skoraði 4 gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Elliða í einvíginu við GG
Styrmir Erlendsson skoraði 4 gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Elliða í einvíginu við GG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni leikirnir í 8.liða úrslitum 4.deildar karla var að ljúka með öruggum sigri Hvíta Riddarans á Birninum en áður höfðu Ægir, Elliði og Kormákur Hvöt tryggt sér í undanúrslitin. Þar mætast Elliði og Hvíti Riddarinn annars vegar og Ægir og Kormákur Hvöt hinsvegar.

Kormákur/Hvöt 2 - 1 Hamar
1-0 Diego Moreno Minguez (42')
1-1 Bjarki Rúnar Jónínuson (75' víti)
2-1 Diego Moreno Minguez (78')

Kormákur/Hvöt þurfti að vinna upp eins marks forskot Hamars frá fyrri leiknum. Þeir fengu gullið tækifæri til þess seint í fyrri hálfleik en Ingvi Rafn Ingvason brenndi af víti en Diego Minguez tók frákastið og kom þeim yfir. Hamars menn gerðu slíkt hið sama í síðari hálfleiknum þegar Sam Malsom klikkaði. Hamarsmenn fengu aðra vítaspyrnu korteri fyrir leikslok og Bjarki Rúnar Jónínuson jafnaði og þýddi það að Hamarsmenn væru á leið áfram. Markamaskínan Diego Minguez tryggði norðanmönnum hinsvegar sigurinn og fara þeir áfram á mörkum á útivelli.

Ægir 2 - 2 Ýmir
0-1 Ómar Ingi Guðmundsson (42')
1-1 Goran Padkozarak (50')
1-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson (78')
2-2 Stefan Dabetic (88')

Ýmismönn áttu erfitt verkefni fyrir hendur að vinna upp tveggja marka forskot Ægismanna. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og áttu þrjú skot í tréverkið og brennandi af góðum færum. Gestirnir refsuðu fyrir það og komust yfir með marki Ómars Inga Guðmundssonar en má sjá það hér að neðan. Ægismenn hófu síðari hálfleikinn hinsvegar af krafti og jöfnuðu eftir þunga sókn. Ýmismenn náðu að hleypa spennu í lokamínúturnar þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson kom Ými aftur yfir og þýddi það að þeir þyrftu eitt mark í viðbót til að komast áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Pressa þeirra virkaði ekki í lokin og náðu Ægismenn að refsa og tryggja sig áfram með marki í lokin.

GG 3 - 5 Elliði
0-1 Nikulás Ingi Björnsson (4')
0-2 Daníel Ingi Gunnarsson (40')
1-2 Óli Baldur Bjarnason (43')
1-3 Pétur Óskarsson (45')
2-3 Ivan Jugovic (45')
2-4 Styrmir Erlendsson (56')
2-5 Styrmir Erlendsson (69')
3-5 Davíð Arthur Friðriksson (88')

Elliði var í sterkri stöðu fyrir leikinn og gerðu þeir nánast úti um leikinn þegar þeir komust í 0-2 og 1-3. GG menn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn en þeir þurfti samt 3 mörk í viðbót. Það tókst þeim ekki og Elliða menn refsuðu við hvert tækifæri og tryggðu sér öruggan 3-5 sigur

Björninn 0 - 3 Hvíti Riddarinn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason (9')
0-2 Eiríkur Þór Bjarkason (59')
0-3 Eiríkur Þór Bjarkason (85')

Mesta spennan fyrirfram var fyrir þessari viðureign eftir jafntefli í fyrri leik liðanna. Hvíta menn komust þó snemma yfir og leyfðu heimamönnum að hafa boltann meiri hluta fyrri hálfleiks sem gekk afar illa að skapa sér færi. Síðari hálfleikur hófst á því sama en skyndisóknir Hvíta Riddarans var það sem gerði gæfumuninn. Leikmenn Hvíta fengu öll bestu færi vallarins og refsuðu grimmilega og hleyptu engum færum á sig. Eiríkur Þór setti síðasta naglann í kistuna þegar hann innsiglaði þrennuna undir lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner