Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 04. október 2021 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lössl öruggur með sig: Ég er besti markvörður Midtjylland
Jonas Lössl
Jonas Lössl
Mynd: EPA
Jonas Lössl hefur verið á varamannabekk FC Midtjylland í síðustu tveimur leikjum danska liðsins. Lössl, sem er 32 ára, er fyrrum markvörður Huddersfield, Everton og Mainz.

Lössl spilaði fyrstu leikina á tímabilinu með Midtjylland en fékk svo sumarfrí þar sem hann var í danska landsliðshópnum á EM í sumar Í kjölfarið meiddist hann svo í verkfni með danska liðinu í upphafi síðasta mánaðar.

Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson hefur komið virkilega vel inn í liðið hjá Midtjylland og var valinn leikmaður september mánaðar í Superliga. Lössl sneri aftur í leikmanahóp danska liðsins fyrir leikinn gegn Braga í Evrópudeildinni.

Elías, sem er í íslenska A-landsliðshópnum, fékk þar á sig þrjú mörk en varði víti og átti góðan leik. Elías hefur haldið hreinu í öllum fimm deildarleikjunum sem hann hefur spilað. Þrátt fyrir þá staðreynd er Lössl öruggur með sig og hefur engar áhyggjur af stöðunni.

„Ég er besti markmaður liðsins," sagði Lössl og býst við að fara aftur í markið þegar hann verður laus við öll meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner