Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 05. mars 2024 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa tapaði 120 milljónum punda á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Aston Villa þarf að gæta sín á leikmannamarkaðinum á komandi misserum eftir að félagið tilkynnti 120 milljón punda tap fyrir síðasta fjárhagsár, sem lauk 31. maí 2023.

Háttvísisreglur ensku úrvalsdeildarinnar segja að félög megi ekki tapa meira en 105 milljónum punda á þriggja ára tímabili og er Everton eina dæmið um félag sem hefur farið yfir þann þröskuld og hlotið refsingu.

Nú þykir ljóst að Aston Villa, líkt og Chelsea, þarf að selja leikmenn til að jafna út bókhaldið hjá sér til að standast háttvísisreglurnar.

Yfirlýsing frá Aston Villa segir að þessi eyðsla hafi verið skipulagður partur af áformum félagsins. Félagið sendir þau skilaboð til stuðningsmanna að það sé ekkert að óttast þegar kemur að fjármálareglum enska boltans.

Everton, Nottingham Forest og Manchester City eru þau félög sem eru í mögulegum vandræðum vegna brota á fjármálareglum úrvalsdeildarinnar og vill Aston Villa ekki bætast við þann hóp frekar en Chelsea eða Wolves.
Athugasemdir
banner