Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Crystal Palace setur verðmiða á Olise og Eze
Mynd: Getty Images

Crystal Palace mun ekki hefja viðræður við félög nema þau komi með tilboð upp á 60 milljónir punda fyrir Eberechi Eze eða Michael Olise samkvæmt heimildum BBC Sport.


Félagið hefur tryggt sér amk 12 sæti í deildinni sem er met hjá félaginu og stendur vel fjárhagslega og þarf því ekki að selja leikmenn.

En vegna frammistöðu Eze og Olise undanfarið er talið mjög líklegt að tilboð upp á 60 milljónir muni berast í sumar.

Palace telur að 60 milljón punda verðmiði á leikmann sé fín byrjun ef félög vilja fara í viðræður þar sem þeir skrifuðu báðir undir langtíma samninga á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner