Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
banner
   mán 05. júlí 2021 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar: Ef þú kemur ekki boltanum í netið þá telur það ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tapaði 2-1 gegn KR í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 1 -  2 KR

Arnar Grétarsson, þjálfari KA var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Arnar var eðlilega ósáttur með að tapa leiknum.

„Í fyrsta lagi er ég gríðarlega ósáttur með að hafa tapað. Mér fannst frammistaðan gríðarlega góð frá upphafi til enda. Mér fannst við í stöðunni 11 á móti 11 vera koma okkur í frábærar stöður sem við áttum að nýta í byrjun.

„Svo kemur rauða spjaldið, það breytir leiknum, ætti að koma okkur í góða stöðu en ég á eftir að sjá fyrsta markið sem þeir skora mér fannst það í ódýrari kanntinum en við svörum strax fyrir það en það eru dýr mistökin í öðru markinu."

Arnari fannst KA liðið spila seinni hálfleikinn mjög vel en liðið var í sókn nánast allan seinni hálfleikinn en Arnar hrósaði Beiti í marki KR.

„Með seinni hálfleikinn, það er oft ekkert létt að spila 11 á móti 10, mér fannst við gera það mjög vel, sköpuðum slatta af færum, Beitir var nátturulega bara gjörsamlega frábær, hann lokaði markinu og varði allt sem kom á markið og það er bara það sem skilur á milli."

„Við fengum helling af sénsum til að skora en þú þarft að koma boltanum yfir línuna. Beitir stóð sig mjög vel, varði ansi mörgum sinnum mjög vel og gerði okkur lífið leitt en það vantaði herslumuninn og það er það sem skilur á milli, við komum ekki tuðrunni í netið. Ef þú kemur ekki boltanum í netið þá telur það ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner