Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 05. október 2018 16:20
Elvar Geir Magnússon
Hamren: Hannes spilar þó hann spili ekki alla leiki
Icelandair
Hannes á ekki fast sæti í Aserbaídsjan.
Hannes á ekki fast sæti í Aserbaídsjan.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki fasta stöðu í marki Qarabag í Aserbaídsjan.

Hannes er ekki að glíma við nein meiðsli en þjálfari Qarabag hefur verið að skipta leikjum milli markvarða sinna og var Hannes til dæmis á bekknum í tapi gegn Arsenal í Evrópudeildinni í gær.

Erik Hamren landsliðsþjálfari var spurður út í stöðu Hannesar á fréttamannafundi í dag.

„Hann er að spila þó hann sé ekki að spila alla leiki. Hann lék ekki í Evrópudeildinni í gær en spilaði leikinn þar á undan. Hann er ekki að glíma við nein meiðsli núna," sagði Hamren á fundinum.

Rúnar Alex Rúnarsson, varamarkvörður landsliðsins, spilar með franska úrvalsdeildarliðinu Dijon. Fréttamaður Morgunblaðsins spurði hversu nálægt Rúnar Alex væri?

„Það er erfitt að segja hversu nálægt hann er en það er auðvitað samkeppni um stöðuna. Ég er ánægður þegar leikmenn eru að spila í eins háum styrkleika og mögulegt er."

„Rúnar Alex er enn ungur. Sagt er að markverðir spili best í kringum þrítugt og miðað við það getur hann komist langt. Hann er að bæta sig með hverju ári."

Ögmundur Kristinsson var þriðji markvörðurinn sem var valinn í hópinn í dag en Frederik Schram, sem fór á HM, var ekki valinn.

„Þetta snýst ekki um frammistöðuna hjá Frederik. Við vildum skoða aðra möguleika sem við höfum áður en undankeppni EM hefst," sagði Erik Hamren.

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Sviss og má sjá hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner