Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona setur Amorim efstan á sinn lista
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Sporting, er eftirsóttur fyrir sumarið en hann er núna sagður efstur á óskalista Barcelona.

Xavi er að hætta með Barcelona eftir tímabilið og samkvæmt Independent, þá er Amorim sá stjóri sem Barcelona vill helst fá til að taka við liðinu.

Hansi Flick og Thomas Tuchel hafa einnig verið orðaðir við starfið.

Amorim þykir afar frambærilegur stjóri en hann er einungis 39 ára gamall. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og gerði hann liðið að portúgölskum meisturum árið 2021.

Hann hefur einnig verið orðaður við Bayern München og Liverpool, en þar er Xabi Alonso efstur á lista. Barcelona telur sig því hafa forskot í baráttunni um Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner