Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Man City og Real Madrid með forystu
Mynd: Getty Images
Stórveldin Manchester City og Real Madrid eiga heimaleiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Man City og Real unnu bæði á útivelli og eru því með forystu fyrir leiki kvöldsins. Ríkjandi meistarar Man City leiða 3-1 gegn FC Kaupmannahöfn á meðan Real er með 1-0 forystu gegn RB Leipzig.

Flestir eru sammála um að sigur City á heimavelli gegn FCK sé svo gott sem öruggur, en Leipzig frá Þýskalandi gæti strítt Real í Madríd eftir að hafa klúðrað mikið af góðum færum í fyrri leiknum á heimavelli.

Leikir kvöldsins:
20:00 Man City - FC Kaupmannahöfn
20:00 Real Madrid - RB Leipzig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner