Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 10. apríl 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norman Hunter með veiruna - Lagður inn á spítala
Hunter er til hægri, Jimmy Greaves til vinstri. Greaves var lagður inn á spítala fyrir helgi en er ekki með kórónuveiruna.
Hunter er til hægri, Jimmy Greaves til vinstri. Greaves var lagður inn á spítala fyrir helgi en er ekki með kórónuveiruna.
Mynd: Getty Images
Hinn 76 ára gamli Norman Hunter, goðsögn hjá Leeds, hefur verið lagður inn á spítala með kórónuveiruna. Tilfellið er talið nokkuð alvarlegt og gæti Hunter verið í lífshættu ef ástandið versnar.

Orðrómur hefur verið í gangi síðustu tvær vikur um að Hunter væri með veiruna en það fékkst ekki staðfest fyrr en í dag, þegar hann var lagður inn á spítala.

Hunter var partur af landsliði Englands sem vann HM 1966 en spilaði þó engan leik á mótinu þar sem Jack Charlton og Bobby Moore sáu alfarið um miðvarðarstöðurnar.

Hunter spilaði 28 landsleiki fyrir England og 540 leiki á tíma sínum hjá Leeds, þar sem hann vann efstu deild tvisvar auk FA bikarsins og deildabikarsins.

Eftir leikmannaferilinn gerðist Hunter knattspyrnustjóri. Hann stýrði Barnsley í fjögur ár og Rotherham í tvö ár áður en hann ákvað að kalla það gott 1987.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner