Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Boltinn hreyfðist áður en Lautaro spyrnti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Inter datt úr leik í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi eftir vítaspyrnukeppni gegn Atlético Madrid á Metropolitano leikvanginum.

Alexis Sanchez, Davy Klaassen og Lautaro Martinez klúðruðu allir vítaspyrnum í Madríd, á meðan Saúl Níguez var sá eini í liði Atletico til að klúðra.

Þegar spyrnurnar hjá leikmönnum Inter eru skoðaðar hægt, sést hvernig boltinn hreyfist lítillega í klúðri Klaassen af vítapunktinum.

Þegar spyrnan hjá Lautaro er skoðuð, sem var síðasta spyrna leiksins, sést hvernig boltinn skoppar upp áður en Argentínumaðurinn spyrnir í hann.

Lautaro er mikill markarefur og var hann steinhissa á þessari vítaspyrnu sinni og horfði með undrunarsvip á vítapunktinn eftir klúðrið.

Þetta tap eru mikil vonbrigði fyrir Inter sem komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og tapaði þar naumlega gegn Manchester City.

New camera angle shows the ball moving when Lautaro took the penalty shot
byu/Coelho_Branco_ insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner