Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   fös 15. febrúar 2019 22:23
Baldvin Már Borgarsson
Tryggvi Guðmunds: Óíþróttamannsleg hegðun hjá leikmanni númer 10
Tryggvi Guðmundsson, þjálfari Vængja Júpíters.
Tryggvi Guðmundsson, þjálfari Vængja Júpíters.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi var svekktur með 5-2 tap í úrslitaleik C-deildar Fótbolta.net mótsins gegn KV fyrr í kvöld.

„Já að sjálfssögðu, við töpuðum leiknum, en ég er aðallega bara svekktur með þessi atriði sem urðu til þess að við töpuðum leiknum.'' Voru fyrstu orð Tryggva eftir leikinn.

„Við vorum í raun betri aðilinn í fyrri hálfleik fram að því að við gleymum okkur og fáum mark á okkur, í kjölfarið af því fær markmaðurinn okkar svo rautt spjald og þá er þetta þungt, ekki bara það að vera einum færri heldur að vera ekki með varamarkmann, þá verður þetta aðeins erfiðara.'' Hélt Tryggvi svo áfram.

„Nei í rauninni ekki skondið heldur bara óíþróttamannsleg hegðun hjá leikmanni númer 10 hjá KV sem einhverra hluta vegna tekur upp snjó og kastar framan í markmanninn okkar en það afsakar ekki það sem markmaðurinn okkar gerði, maður á bara að vera meiri maður og reyna að bíta á jaxlinn en svona eru oft fyrstu viðbrögð þegar einhver gerir manni eitthvað og hann ýtti honum í jörðina, dómarinn sá það en hann sá ekki snjókastið og svoleiðis var það bara.'' Sagði Tryggvi um rauða spjaldið sem Snæþór markvörður Vængjanna fékk.

„Þetta er búið að vera flott, ég er mjög ánægður með strákana og þeir hafa staðið sig vel á æfingum og þessum leikjum sem við höfum tekið.'' Sagði Tryggvi um þessa fyrstu mánuði sem aðalþjálfari Vængjanna.
Athugasemdir
banner
banner