Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 17. febrúar 2019 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kalla Bale „golfarann" - Mætti ekki í mat með liðinu
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale gekk í raðir Real Madrid frá Tottenham árið 2013. Hann varð á þeim tíma dýrasti leikmaður sögunnar, en hann kostaði Madrídarfélagið 100 milljónir evra.

Bale hefur gert ágætis hluti hjá Real og meðal annars hjálpað liðinu að vinna Meistaradeildina í þrígang. Hann hefur þó ekki verið laus við gagnrýnisraddirnar á Spáni.

Markvörðurinn Thibaut Courtois hefur gagnrýnt Bale fyrir að aðlagast ekki spænskum venjum. Bale talar litla sem enga spænsku þrátt fyrir að hafa búið á Spáni í að verða sex ár.

Í samtali við HLN í Belgíu sagði Courtois að leikmenn Real Madrid kalli Bale „golfarann."

„Það er erfitt að lýsa Gareth í einu orði. Hann er með mikla hæfileika, en það er synd að hann nái oft ekki að sýna þessa hæfileika."

„Það er eins og ég sé fæddur og uppalinn í Madríd. Ég borða seint, ég fer seint að sofa... þannig lifa þeir sínu lífi."

„Um daginn fór allur leikmannahópurinn út að borða. En Gareth og Toni (Kroos) mættu ekki. Þeir töldu að maturinn væri of seint um kvöldið."

„Við hittumst á veitingastaðnum 21:30 og byrjuðum að borða 22:15. Um miðnætti vorum við farnir að drekka kaffi."

„Við förum í rúmið um eitt. Við æfum klukkan 11 á morgnanna. Ég held að þetta sé fullkominn tími."

„En Bale sagðist vera að fara í rúmið klukkan 23."

Í síðustu viku sagði Marcelo, vinstri bakvörður Real Madrid, að hann talaði við Bale með látbragði.

Bale er í leikmannahópi Real sem er að spila gegn Girona í spænsku úrvalsdeildinni þessa stundina. Bale byrjaði á bekknum.

Sjá einnig:
Fer Bale í tólf leikja bann?


Athugasemdir
banner
banner