Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 17. júní 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Rashford gert meira á 24 tímum en þú hefur gert allt þitt líf"
Marcus Rashford hefur gert frábæra hluti fyrir góðgerðarstörf
Marcus Rashford hefur gert frábæra hluti fyrir góðgerðarstörf
Mynd: Getty Images
Katie Hopkins er afar umdeild á Twitter
Katie Hopkins er afar umdeild á Twitter
Mynd: Getty Images
Patrick van Aanholt, leikmaður Crystal Palace á Englandi, kemur Marcus Rashford til varnar á samfélagsmiðlinum Twitter en hann lætur ensku blaðakonuna Katie Hopkins heyra það.

Fyrir þá sem þekkja ekki til Katie Hopkins þá hefur hún skrifað fyrir bæði The Sun og Daily Mail en hún ratar oft í fjölmiðla fyrir fremur ógeðfelldar skoðanir sem lýsa sér í kynþáttafordómum.

Ferill hennar er langur þegar það kemur að fordómum í garð múslima. Hún missti meðal annars starfið sitt hjá útvarpsstöðinni LBC árið 2017 vegna ummæla sem hún lét falla árið 2017 á Twitter.

Hopkins var á ferðinni á Twitter í gær þar sem hún ræddi gjörning Marcus Rashford. Enski leikmaðurinn hefur safnað yfir 20 milljónum punda fyrir börn á Bretlandseyjum sem þarfnast matar í skólum og hefur hann fengið mikið lof fyrir það.

Ensk stjórnvöld ætluðu upphaflega ekki að leggja málefninu lið en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, ákvað eftir að honum barst bréf frá Rashford að samþykkja að leggja 120 milljónir punda til þeirra sem þarfnast máltíðar í skólum

„Elsku Marcus Rashford. Finnst þér ekki að konur ættu að hugsa um hvernig þær ætla að fæða börnin sín áður en þær ákveða að eignast þau? Ég vil ekki borga til þess að börn annarra fái mat. Þú mátt hins vegar endilega gera það. Þakka þér, Katie Hopkins," skrifaði Hopkins á Twitter.

Van Aanholt, sem spilar með Crystal Palace, var fljótur að svara henni.

„Hann hefur gert meira fyrir þessa þjóð á 24 tímum en þú hefur gert allt þitt líf. Hneigðu þig fyirr kónginum," skrifaði Van Aanholt en margir hafa fordæmt ummæli Hopkins og er hún sem áður afar óvinsæl á miðlinum.


Athugasemdir
banner
banner