Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Rabbi um óvirðingu Hauka: Á ekki að sjást á fótboltavelli
Daði Snær Ingason var ekkert sérstaklega vinsæll eftir þetta mark
Daði Snær Ingason var ekkert sérstaklega vinsæll eftir þetta mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur í Inkasso-deild karla, segir Daða Snæ Ingason, leikmann Hauka, hafa sýnt liðinu óvirðingu er hann skoraði fimmta markið í 5-1 sigri liðsins í kvöld.

Haukar voru fjórum mörkum yfir gegn slöku liði Njarðvíkur í kvöld en Njarðvík minnkaði muninn áður en Daði Snær Ingason skoraði fimmta markið og gerði út um leikinn.

Markið hans Daða hefur þó fengið mikla athygli og þykir það eðlilegt enda var það frekar óvenjulegt.

Brynjar Atli Bragason, markvörður Njarðvíkur, tók þá útspark sem rataði á Daða en Brynjar meiddist í kjölfarið og gat Daði því skokkað að markinu og skorað. Hann ákvað hins vegar að stoppa boltann á línunni, lagðist niður og skallaði boltann í netið.

Rafn Markús segir hann hafa sýnt liðinu óvirðingu með þessu athæfi eins og hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

„Í dag endaði þetta svo bara á þessu fíaskó í lokinn, þetta mark var algjör óvirðing hjá leikmanni sem skoraði þarna síðasta markið og þetta á ekki að sjást á fótboltavelli að menn séu að skalla boltann þarna inn af línunni eftir að hafa komist einn í gegn," sagði Rafn Markús við Fótbolta.net.

Úr lýsingu Fótbolta.net í kvöld:

93. mín MARK! Daði Snær Ingason (Haukar)
Kemst fyrir útspark hjá Brynjari Atla sem liggur eftir en líklega ekkert á þetta.

Daði Snær rekur boltann upp að marklínu Njarðvíkur, beygir sig niður og skallar hann inn. Ekki hægt að segja að það sé mikil virðing í því.

93. mín Gult spjald: Daði Snær Ingason (Haukar)
Fær gult að launum fyrir þetta myndi ég halda frekar en að hann hafi síðan gert eitthvað annað.

Viðtalið við Rafn má sjá hér fyrir neðan.


Rafn Markús: Versta sem Njarðvíkurliðið hefur sýnt á þessum velli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner