Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 25. ágúst 2020 18:30
Fótbolti.net
„Fyrir mér er hann hinn íslenski Kevin De Bruyne"
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu Innkastinu hér á Fótbolta.net völdu sérfræðingarnir bestu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar.

Besti miðjumaður deildarinnar að mati Ingólfs Sigurðssonar er Gísli Eyjólfsson hjá Breiðabliki.

„Að mínu mati gerir hann hluti sem enginn annar getur. Fyrir mér er hann hinn íslenski Kevin De Bruyne. Það er hrikalega mikill kraftur í honum og hann getur auðveldlega farið framhjá mönnum, með stórkostlegan fót. Hann getur þetta allt og tikkar í mörg box," segir Ingólfur Sigurðsson.

„Í fyrra kom hann aðeins beygður heim eftir stutta dvöl erlendis en hann er búinn að ná vopnum sínum. Hans bestu meðmæli er munurinn á Blikaliðinu þegar hann er með og þegar hann er ekki."

Baldvin Már Borgarsson valdi Skagamann besta miðjumannin.

„Ég ætla að velja Stefán Teit Þórðarson. Hann er alls ekki að spila í besta liði deildarinnar en hann er að bera það á herðum sér ásamt Tryggva Hrafni. Hann er að spila 'box-to-box' og það er alveg ástæða fyrir því að KR vill fá hann," segir Baldvin.

Hlustaðu á Innkastið í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Þeir bestu í Pepsi Max og úrvalslið Lengjudeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner