Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mikael og félagar byrja á sigri í undanúrslitum - Jafnt hjá Bolton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu tveir Íslendingar við sögu í fyrstu Íslendingaleikjum dagsins, þar sem Mikael Anderson lék allan leikinn í frábærum sigri AGF á útivelli gegn Nordsjælland í undanúrslitum danska bikarsins.

Gestirnir frá Árósum þurftu að taka forystuna þrisvar sinnum til að bera sigur úr býtum þar sem lokatölur urðu 2-3.

Seinni leikurinn fer fram í Árósum og mun sigurliðið mæta annað hvort Silkeborg eða Fredericia í úrslitaleiknum.

Jón Daði Böðvarsson fékk þá að spila síðasta hálftímann í markalausu jafntefli Bolton á útivelli gegn Stevenage í þriðju efstu deild enska boltans.

Bolton er í toppbaráttunni og þarf sigra í næstu leikjum til að eiga möguleika á öðru sæti deildarinnar, sem veitir beinan þátttökurétt í Championship deildina.

Bolton er í þriðja sæti, sex stigum á eftir Derby County í öðru sæti en með leik til góða.

Nordsjælland 2 - 3 AGF

Stevenage 0 - 0 Bolton

Athugasemdir
banner
banner
banner