Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Cádiz enn á lífi eftir fjórða sigur deildartímabilsins
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Cádiz 1 - 0 Granada
1-0 Robert Navarro ('51)

Cádiz og Granada áttust við í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans og var staðan markalaus í leikhlé.

Heimamenn í Cadiz voru sterkari aðilinn og tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar Robert Navarro kom boltanum í netið.

Gestirnir frá Granada gerðu sig ekki líklega til að jafna og urðu lokatölur 1-0 fyrir Cadiz.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur í fallbaráttunni, þar sem Cadiz er núna með 25 stig eftir 30 umferðir. Liðið er aðeins búið að sigra fjóra deildarleiki á tímabilinu en getur þó enn bjargað sér frá falli.

Cadiz er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar liðið á eftir að spila átta leiki af tímabilinu.

Granada er svo gott sem fallið og situr í næstneðsta sæti með 14 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Girona 33 22 5 6 69 40 +29 71
3 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
4 Atletico Madrid 33 20 4 9 62 39 +23 64
5 Athletic 33 16 10 7 53 33 +20 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 33 12 13 8 40 38 +2 49
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 33 12 9 12 54 55 -1 45
10 Getafe 33 10 13 10 41 45 -4 43
11 Osasuna 33 11 6 16 37 49 -12 39
12 Sevilla 33 9 11 13 41 45 -4 38
13 Alaves 33 10 8 15 31 38 -7 38
14 Las Palmas 33 10 7 16 30 41 -11 37
15 Vallecano 33 7 13 13 27 42 -15 34
16 Mallorca 33 6 14 13 27 39 -12 32
17 Celta 33 7 10 16 37 50 -13 31
18 Cadiz 33 4 14 15 23 46 -23 26
19 Granada CF 33 4 9 20 36 61 -25 21
20 Almeria 33 1 11 21 32 67 -35 14
Athugasemdir
banner
banner
banner