Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 29. september 2019 09:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn trúa því að Pochettino fari fljótlega
Powerade
Pochettino kemur mikið við sögu í slúðrinu.
Pochettino kemur mikið við sögu í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Neres er orðaður við Liverpool.
Neres er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ödegaard til Wolves?
Ödegaard til Wolves?
Mynd: Getty Images
Southgate, Pochettino, Mourinho, Neres, Klopp, Rice, Willian, Guardiola. Þessir og fleiri í slúðri dagsins!



Tottenham vill ráða Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, ef Mauricio Pochettino yfirgefur félagið. (Star Sunday)

Leikmenn Spurs eru farnir að trúa því að Pochettino muni fljótljega fara frá félaginu, þeir telja að hann vilji fara til Manchester United. (Sun on Sunday)

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og Manchester United, er að undirbúa endurkomu til Real Madrid. Florentino Perez, forseti Real, vill að Mourinho taki við af Zinedine Zidane. (Sunday Times)

Liverpool vill kaupa David Neres (22), kantmann frá Ajax. (Calciomercato)

Liverpool óttast að landsliðsþjálfarastarfið í Þýskalandi muni freista Jurgen Klopp þegar Joachim Löw stígur til hliðar. (Sunday Mirror)

West Ham ætlar að setja 100 milljón punda verðmiða á miðjumanninn Declan Rice (20). (Sunday Express)

Barcelona ætlar að endurlífga áhuga sinn á Willian (31), kantmanni Chelsea. Samningi hans lýkur eftir tímabilið. (Mundo Deportivo)

Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að félagið muni ekki kaupa leikmenn í janúar vegna þess að það er ekki til peningur fyrir því hjá félaginu. (Sky Sports)

Man City hefur áhuga á Caglar Soyuncu (23), miðverði Leicester. (Fotospor)

Man City hefur gefið hollenska þjálfaranum Giovanni van ­Bronckhorst hlutverk hjá félaginu. City undirbýr sig fyrir tímann eftir að dvöl Guardiola lýkur. (Sunday Mirror)

Umboðsmaður Victor Lindelöf (25), varnarmanns Manchester United, segir að Barcelona hafi haft áhuga í sumar. (Sport Bladet)

Eftir að Matthijs de Ligt (19) valdi að fara til Juventus, þá sneri Barcelona sér að Lindelöf. (Sunday Express)

Manchester United mun biðja um 20 milljónir punda fyrir Dean Henderson (22), markvörð sem er í láni hjá Sheffield United, eftir tímabilið. (Sun on Sunday)

Chelsea leiðir kapphlaupið um Joe Gelhardt (17), framherja Wigan. (Sunday Express)

Wolves fylgist með stöðu mála hjá Martin Ödegaard (20), leikmanni Real Madrid sem er í láni hjá Real Sociedad. (Sunday Mirror)

Emilio Alvarez hefur verið látinn fara úr starfi sínu sem markvarðarþjálfari Manchester United. Spurningar vöknuðu um aðferðir hans eftir slaka frammistöðu David de Gea (28) undir lok síðasta tímabils. (Mail on Sunday)

Hjá Barcelona er fólk ósátt við það að miðjumaður liðsins, Arthur (23), hafi farið út á lífið með Neymar (27), leikmanni Paris Saint-Germain. (Marca)

Maurizio Sarri, stjóri Juventus, vill koma miðjumanninum Emre Can (25) aftur inn í lið sitt. Can var ósáttur við það að vera ekki í Meistaradeildarhóp Juventus og var í viðræðum við PSG í sumar. (Le10sport)

West Ham er í viðræðum við Mipo Odubeko (16), leikmann Manchester United. Hann hefur einnig vakið áhuga félaga á borð við Borussia Dortmund, Bayern München og Juventus. (90min)
Athugasemdir
banner