Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júlí 2017 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem skilur Maribor og FH að
Tavares skoraði sigurmark Maribor.
Tavares skoraði sigurmark Maribor.
Mynd: Getty Images
Leikur Maribor og FH í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld endaði með 1-0 sigri slóvenska liðsins.

Sigurmarkið skoraði Brasilíumaðurinn Marcos Tavares snemma í seinni hálfleiknum.

„NEI!!! Marcos Tavares kemur Maribor yfir eftir fyrirgjöf frá Aleksander Rajcevic. Afsakplega ódýrt mark fyrir FH að gefa," var sagt í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Seinni leikur FH og Maribor er eftir nákvæmlega viku. Mikið er í húfi, en sigurvegarinn í þessu einvígi mun spila í annað hvort riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða Evrópudeildarinnar.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vonast til þess að fólk fjölmenni í Kaplakrika næstkomandi miðvikudag.

„Möguleikarnir eru til staðar og það væri gaman að fá 2-3000 manns í Krikann. Það væri gaman að fá alvöru stemningu," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Sjá einnig:
Heimir Guðjóns: Væri gaman að fá 2-3000 manns í Krikann

Hér að neðan geturðu séð markið sem Maribor skoraði í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner