Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 19:28
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi: Þetta var augljóst víti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, var vonsvikinn með 3-0 tapið gegn Arsenal á heimavelli í dag en þetta var aðeins annað tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni.

Arsenal verðskuldaði sigurinn en það tók liðið 33 mínútur að komast yfir er Bukayo Saka skoraði úr vítaspyrnu eftir að Gabriel Jesus var tekinn niður í teignum.

„Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og ágætlega í þeim síðari eða fram að öðru marki Arsenal. Eftir það spiluðum við ekki svo vel og verðskulduðum það að tapa gegn einu besta liði ensku úrvalsdeildarinnar. Með okkar meiðsli getum við ekki keppt við Arsenal.“

Einhver umræða var um vítaspyrnuna. Bæði hvort að Jesus hafi verið kominn inn í teig og hvort Tariq Lamptey hafi náð til boltans áður en hann tók Jesus niður. Vítaspyrna var dæmd en De Zerbi var spurður út í dóminn.

„Þetta var augljóst víti og bara áfram gakk.“

Brighton hefur ekki náð sömu hæðum og á síðasta tímabili en meiðsli og annað hefur sett strik í þennan margumtalaða reikning.

„Við erum miður okkar og vonsviknir fyrir hönd stuðningsmanna. Við vildum ná í stigin, vinna leikinn og sýnt meiri baráttu. Við erum á erfiðu augnabliki því við erum án margra leikmanna, sem eru frá vegna meiðslai og það er bara rosalega erfitt.“

„Á síðasta tímabili gekk betur því við spiluðum aðeins einn leik í viku. Á næsta tímabili held ég að við getum náð sömu hæðum og við erum með marga unga leikmenn sem við teljum efnilega.“

„Við verðum að vera jákvæðir, leggja vinnuna á okkur og einbeita okkur á vellinum. Ég er að þjást núna því það er erfitt að tapa,“
sagði De Zerbi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner