Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Skoraði sitt 24. mark í sigri á Dortmund
Serhou Guirassy hefur átt geggjað tímabil
Serhou Guirassy hefur átt geggjað tímabil
Mynd: Getty Images
Borussia D. 0 - 1 Stuttgart
0-1 Sehrou Guirassy ('64 )

Gíneumaðurinn Serhou Guirassy var hetja Stuttgart sem lagði Borussia Dortmund að velli, 1-0, á Signal Iduna Park í dag.

Dortmund var betra liðið í fyrri hálfleiknum. Emre Can átti skot fyrir utan teig sem Alexander Nübel varði ágætlega en hann gerði enn betur fimmtán mínútum síðar er Karim Adeyemi fór illa með Josha Vagnoman.

Adeyemi komst einn í gegn en Nübel varði frábærlega með löppunum og þaðan fór boltinn aftur fyrir endamörk.

Guirassy skoraði eina markið á 64. mínútu. Jamie Leweling kom með góða sendingu inn í miðjan teiginn og tók Guirassy viðstöðulaust skot efst upp í hægra hornið. Þetta var hans 24. mark í deildinni á þessari leiktíð, en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri.

Dortmund fór í leit að jöfnunarmarki en Nübel sá til þess að það kæmi ekki. Hann varði ótrúlegan skalla frá Sebastien Haller áður en boltinn datt fyrir lappir Nico Schlotterbeck. Hann stóð hálfum metra frá markinu og Nübel bugaður í grasinu, en skot hans himinhátt yfir markið.

Stuttgart-liðið heppið þarna. Það er áfram í 3. sæti með 60 stig, jafnmörg og Bayern München sem er með betri markatölu. Dortmund er í 5. sæti með 53 stig eins og Leipzig sem er í 4. sætinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 31 25 6 0 77 22 +55 81
2 Bayern 31 22 3 6 89 38 +51 69
3 Stuttgart 31 20 4 7 70 38 +32 64
4 RB Leipzig 31 19 5 7 73 35 +38 62
5 Dortmund 31 16 9 6 59 39 +20 57
6 Eintracht Frankfurt 31 11 12 8 47 42 +5 45
7 Freiburg 31 11 7 13 43 55 -12 40
8 Augsburg 31 10 9 12 48 52 -4 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 31 9 10 12 44 52 -8 37
11 Werder 31 10 7 14 41 50 -9 37
12 Wolfsburg 31 9 7 15 37 51 -14 34
13 Gladbach 31 7 11 13 53 60 -7 32
14 Union Berlin 31 8 6 17 26 50 -24 30
15 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
16 Mainz 31 5 13 13 32 49 -17 28
17 Köln 31 4 11 16 24 54 -30 23
18 Darmstadt 31 3 8 20 30 73 -43 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner