Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrði markmannsvalið á einfaldan hátt - Sendir skilaboð til Telmu
Icelandair
Fanney í leiknum í gær.
Fanney í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney og Telma eftir leikinn í gær.
Fanney og Telma eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég taldi að hún væri góður kostur í þetta í dag, hún sýndi það og stóð undir því," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari landsliðsins eftir sigurinn gegn Póllandi í undankeppni EM í gær þegar hann var spurður út í valið á Fanneyju Ingu Birkisdóttur í byrjunarliðið.

Telma Ívarsdóttir hafði byrjað sjö af síðustu átta leikjum þar á undan en varð að gera sér það að góðu að sitja á bekknum í gær.

Steini hafði sagt á fréttamannafundi fyrir leikinn að það hefði verið hausverkur að velja hvor ætti að vera í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

En hvernig tók Telma því að vera tekin úr markinu?

„Auðvitað er alltaf svekkelsi að vera tekin úr markinu, hún er búin að spila töluvert af leikjunum undanfarið. En það er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta var ein af þeim."

„Leikmaður sem er tekinn út úr liði er auðvitað sár og svekktur yfir því. Það koma væntanlega önnur tækifæri, þú þarft bara nýta það og nýta sumarið. Telma þarf að nýta framhaldið í það að sýna hversu góð hún getur verið,"
sagði Steini.

Viðtalið við Steina sem og viðtal við Fanneyju má sjá í spilurunum hér að neðan. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi ytra á þriðjudag.
Steini: Ingibjörg og Glódís voru með hana í gjörgæslu
Fanney yfirveguð: Það er munur á þessu, en í lok dagsins er þetta bara fótboltaleikur
Athugasemdir
banner
banner
banner