Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 06. október 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Snýr aftur í Árbæinn og gæti fellt uppeldisfélagið - „Mættur til að vinna"
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þengill og Breki hafa spilað vel undir stjórn Ragnars.
Þengill og Breki hafa spilað vel undir stjórn Ragnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er ekkert að spá í þessa hluti
Er ekkert að spá í þessa hluti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel á leikinn, þetta verður bara stemning," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, þegar hann var spurður út í lokaleik tímabilsins sem er gegn Fylki á morgun. Bæði lið geta fallið en ansi mikið þarf þó að gerast svo að Fram falli.

Alls ekki klárt
Er leikurinn lagður upp eins og hver annar leikur eða er litið á hann að einhverju leyti sem úrslitaleik?

„Klárlega. Þetta er ógeðslega spennandi síðasta umferð þar sem fjögur lið geta fallið. Við erum í bestu stöðunni af þessum liðum, en þetta er alls ekkert klárt og við mætum gíraðir í þennan leik."

Raggi segir að miðað við æfingu miðvikudagsins (viðtalið var tekið á fimmtudag) séu allir sem tóku þátt í leikjunum á undan klárir í slaginn. „Brynjar (Gauti Guðjónsson) gæti svo komið inn í hópinn."

Horfir ekki þannig á það
Ragnar er uppalinn í Fylki og er að snúa aftur í Árbæinn. Hvernig helduru að það verði?

„Það verður bara gaman. Ég er í rauninni ekkert að líta á þetta eins og þú spyrð mig að þessu núna, og margir eru með þessar pælingar að þetta gæti verið skrítinn leikur og allt það. Ég er bara gíraður og peppaður í alla leiki og er ekkert að spá í þessa hluti, ég verð bara mættur til að vinna."

Ógeðslega gaman að sjá unga stráka grípa tækifærið
Eftir að Ragnar tók við sem aðalþjálfari hafa ungir leikmenn eins og Breki Baldursson, Þengill Orrason og Sigfús Árni Guðmundsson verið í byrjunarliðinu. Var það skýrt hjá þér að þeir ættu að vera í stærra hlutverki en þeir höfðu verið?

„Það var þannig frá byrjun með Breka, eftir að hann byrjaði að æfa með okkur alveg þá sá maður að hann var að taka hröðum framförum. Hann var að stækka og styrkjast og allur pakkinn. Hann fór beint inn í liðið. Síðan komu upp meiðsli og veikindi í hópnum og þannig fá Þengill og Sigfús sénsinn sem þeir nýttu svona helvíti vel og hafa bara spilað síðan."

„Það er ógeðslega gaman að sjá unga stráka grípa tækifærið, maður samgleðst þeim persónulega mjög mikið. Það er frábært hvað þeir eru búnir að standa sig vel og hjálpa liðinu mikið. Þetta er flott staða fyrir alla, þannig séð."


Ekki búið að ákveða neitt varðandi framhaldið
Hefur eitthvað komið upp að undanförnu varðandi þína stöðu og þitt framhald hjá Fram? Ætla menn að setjast niður eftir tímabilið eða einhverjar viðræður í gangi?

„Það er ekki búið að ákveða neitt, ekkert tilboð komið eða búið að ákveða neinn tíma hvenær eða hvort við setjumst niður. Það er bara einbeiting á að gulltryggja okkur í Bestu deildinni núna," sagði Raggi að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner