Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 08. apríl 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk útskýringar en var ekki sátt - „Hentar að mörgu leyti vel fyrir landsliðið"
Icelandair
Í leik með AC Milan.
Í leik með AC Milan.
Mynd: Getty Images
Guðný kom inn á gegn Póllandi á föstudag.
Guðný kom inn á gegn Póllandi á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir gekk í raðir Kristianstad frá AC Milan í vetur. Guðný ræddi við Fótbolta.net um skiptin í viðtali í síðustu viku.

Guðný er 23 ára varnarmaður sem lék sinn 27 landsleik á föstudag.

„Það voru alls konar hlutir sem ég var ekki sátt með og einhvern veginn ekki upp hjá Milan. Svo vissi ég af áhuga Kristianstad og langaði að taka slaginn. Deildin í Svíþjóð byrjar eftir landsleikjahléið. Ég er ekki búinn að spila mikið að undanförnu (með Milan) af einhverjum ástæðum. Mig langaði að fara og spila leiki. Það kannski hentar að mörgu leyti vel fyrir landsliðið að vera spila leiki núna því það eru margir gluggar fram að sumri og í sumar," sagði Guðný.

Næsti leikur landsliðsins er á morgun gegn Þýskalandi. Liðið kemur svo aftur saman í maí, júní og júlí.

Guðný segir að það sem hún hafi ekki verið sátt með hefði verið spiltími með Milan. Fékkstu einhverjar góðar útskýringar? „Ég fékk útskýringar sem ég var ekki sátt með."

En af hverju Kristianstad?

„Það er mikið Íslendingalið, vissi af áhuga frá þeim og á þessum tímapunkti var ekki annað í stöðunni en lið í Skandinavíu, þar var glugginn opinn. Mér leist vel á Kristianstad og var spennt fyrir því. Það hafði verið áhugi frá þeim áður, en aldrei samt einhvern veginn alvöru möguleiki á því að eitthvað yrði úr því."

„Fyrstu vikurnar hafa verið góðar, búið að vera svolítið 'intense', mikið æfingaálag. Þær eru að koma úr erfiðu undirbúningstímabili. Það er bara að komast í takt við þetta og endaði þetta á því að spila einn æfingaleik (fyrir rúmri viku) og hef aðeins náð að kynnast liðinu. Mér líst vel á þetta."


Hjá Kristianstad er liðsfélagi Guðnýjar í landsliðinu, Hlín Eiríksdóttir. Var eitthvað samtal þeirra á milli?

„Að sjálfsögðu, Hlín er góð vinkona mín, ég talaði við hana og svo er Katla (Tryggvadóttir) þarna líka. Það hjálpaði til við ákvörðunina."

„Ég og Hlín spiluðum saman hjá Val í tvö ár. Það er mjög gaman að hitta hana aftur, gaman að vera liðsfélagi hennar."

„Markmiðið okkar er topp þrír í deildinni, við erum með hörkulið og við viljum vera eins ofarlega og hægt er í deildinni sem er sterk og jöfn,"
sagði Guðný.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner