Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 03. apríl 2024 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Guðný Árna: Með einn besta framherja í heiminum
Kvenaboltinn Icelandair
Af landsliðsæfingunni í gær.
Af landsliðsæfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ewa Pajor gegn Íslandi árið 2022.
Ewa Pajor gegn Íslandi árið 2022.
Mynd: EPA
'Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér'
'Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu gærdagsins. Framundan er leikur gegn Póllandi á Kópavogsvelli í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á föstudag.

„Þetta leggst mjög vel í mig, Pólland er með einn besta framherja í heiminum í sínu liði. Ég býst bara við hörkuleik við gott lið og það má búast við góðu íslensku liði," sagði Guðný. Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hún er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og hefur skorað 55 landsliðsmörk í 70 leikjum.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Póllandi og Austurríki í riðli.

„Mér líst mjög vel á riðilinn, er ánægð með þetta og held þetta séu fullt af hörkuleikjum. Fyrirfram eru leikirnir gegn Austurríki og Pólland hörkuleikir en leikir sem hægt er að vinna. Svo vitum við hversu góðar þær þýsku eru, en það er alltaf möguleiki."

„Ég fylgdist með drættinum, ég var alveg smá stressuð þegar ég sá riðilinn með Englandi og Frakklandi og ljóst að annað hvort myndum við enda í honum eða Svíþjóð. Það hefði verið ansi erfitt verkefni, þannig það var smá léttir að vera í þessum riðli, en þetta er erfiður riðill eins og allir riðlarnir í keppninni. Þetta er allt frekar jafnt sem er mjög skemmtilegt."

   22.03.2024 14:50
Einni kúlu frá dauðariðlinum - „Skal viðurkenna að ég fagnaði"

Leikurinn gegn Póllandi fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks 16:45. Íslenska liðið lék á Kópavogsvelli gegn Serbíu í Þjóðadeildarumspilinu sem fram fór fyrr á þessu ári.

„Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér. Okkur líður vel á gervigrasinu þannig ég held það sé bara gott fyrir okkur. Ég vil frekar vera á alvöru grasi, en ég held að við séum góðar á gervigrasi og finnst það fínt."

Guðný skipti nýlega til Kristianstad eftir að hafa verið hjá AC Milan síðustu ár. Hún hefur verið að koma inn á í fyrstu leikjunum með nýja liðinu.

„Formið er bara gott held ég, tímabilið er að byrja og ég er að koma úr tímabili með AC Milan. Ég spilaði heilan æfingaleik um helgina, 90 mínútur, þannig mér líður bara vel og er spennt fyrir þessu," sagði Guðný sem ræðir nánar um vistaskiptin til Kristianstad í viðtalinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner