Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Má reikna með vandræðalegu andrúmslofti eftir landsliðsgluggann
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er vonandi fyrir íslenska landsliðið að meiðsli Sveindísar Jane Jónsdóttur séu ekki alvarleg.

Það er líka vonandi að sú verði niðurstaðan fyrir Wolfsburg og liðsfélaga hennar þar, Kathrin Hendrich.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Það má reikna með að andrúmsloftið verði frekar vandræðalegt á æfingasvæði Wolfsburg á komandi dögum þar sem Hendrich braut illa á Sveindísi og tók hana út úr leiknum.

Ef meiðslin eru alvarleg þá mun það hafa áhrif á Wolfsburg á komandi vikum en liðið er meðal annars komið í bikarúrslitaleik gegn erkifjendum sínum í Bayern München.

Sveindís er fljótasti leikmaður Evrópu og það munar um að hafa þannig leikmann í sínu liði, eins og sást í kvöld.

Næsta verkefni Íslands er í lok maí er liðið spilar tvo gríðarlega mikilvæga leiki gegn Austurríki. Sex stig, eða fjögur, geta komið liðinu langleiðina á Evrópumótið. Það er svo sannarlega vonandi að Sveindís verði klár í það verkefni.
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner