Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís fór beint upp á spítala - „Leit ekkert vel út“
Icelandair
Sveindís Jane og Kathrin Hendrich í baráttunni í leiknum í kvöld
Sveindís Jane og Kathrin Hendrich í baráttunni í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór beint upp á spítala í myndatöku eftir að hafa meiðst illa í 3-1 tapi Íslands gegn Þýskalandi í Aachen í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Sveindís, sem er á mála hjá Wolfsburg, hafði átt góðan leik áður en liðsfélagi hennar í Wolfsburg, Kathrin Hendrich fór í ljóta tæklingu sem varð til þess að Sveindís lenti illa á öxlinni.

Hún gerði tilraun til að halda leik áfram en gat það ekki og var því skipt af velli.

Í kjölfarið fór hún beint upp á spítala í myndatöku en læknar íslenska liðsins segja tvennt koma til greina, annað hvort hafi hún farið úr axlarlið eða að viðbeinið hafi hrokkið úr lið.

Ef svo er þá er tímabilið búið hjá henni og myndi hún þá líklegast missa af landsleikjunum tveimur gegn Austurríki, en eiga góðan möguleika á að ná síðari leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í júlí.

„Nei, það er ekki staðfest. Hún fór beint upp á spítala í myndatökur, þannig við fáum niðurstöður á eftir. Þeir héldu að hún hefði farið úr axlarlið og til baka aftur eða viðbeinið hrokkið úr lið í ytri festingunni þar, en við vitum það ekki. Þetta eru tveir möguleikar sem læknarnir héldu að hefði komið fyrir en þetta leit ekkert vel út,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, við Fótbolta.net í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner