Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 10. apríl 2018 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Hefði verið allt öðruvísi að vera 2-0 yfir í hálfleik
Guardiola í stúkunni í kvöld.
Guardiola í stúkunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City var auðvitað hundfúll eftir 2-1 tap gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn var í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en City tapaði fyrri leiknum 3-0 og einvíginu samanlagt 5-1.

Guardiola var rekinn upp í stúku í kvöld fyrir mótmæli en hann var ósáttur við mark sem var dæmt af City. Markið hefði líklega átt að standa en ef það hefði gert það, þá hefði staðan verið 2-0 fyrir City í hálfleik. Það hefði breytt öllu að mati Guardiola.

„Ég sagði að markið hjá Sane hefði átt að standa. Þess vegna var ég rekinn upp í stúku. Það hefði verið allt öðruvísi að fara inn í hálfleikinn 2-0 yfir," sagði Guardiola.

„Í þessari keppni eru liðin svo jöfn og ákvarðanir dómarans munu hafa alltaf hafa mikil áhrif."

„Við munum reyna aftur á næsta tímabili. Ég vil óska Liverpool til hamingju, vonandi geta þeir staðið sig vel fyrir England í undanúrslitunum."
Athugasemdir
banner