Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 10. apríl 2018 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool kláraði sitt - Sturluð endurkoma Roma
Liverpool gerði vel á Etihad-vellinum.
Liverpool gerði vel á Etihad-vellinum.
Mynd: Getty Images
Þvílík ástríða!
Þvílík ástríða!
Mynd: Getty Images
Það er magnað Meistaradeilarkvöld að baki. Liverpool og... Roma eru komin áfram í undanúrslitin.

Eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum gegn Manchester City, þá náði Liverpool að sigla sætinu í undanúrslitunum í höfn í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Liverpool því Gabriel Jesus skoraði með fyrsta skoti leiksins.

Staðan var 1-0 í hálfleik en hún hefði með réttu átt að vera 2-0 fyrir heimamenn í City þar sem mark var tekið af Manchester City sem hefði átt að standa. Pep Guardiola, stjóri City, var mjög ósáttur og var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.

Liverpool mætti af krafti í seinni hálfleikinn og kláraði verkefnið, svo einfalt er það. Hinn magnaði Mohamed Salah skoraði fyrst áður en Roberto Firmino bætti við öðru marki.

Pep Guardiola sat grautfúll upp í stúku.


Liverpool kláraði leikinn 2-1 og er komið áfram, ásamt Roma sem gjörsamlega pakkaði Barcelona saman í kvöld!

Eftir 4-1 tap á Nývangi bjuggust flestir við því að Börsungar myndu komast auðveldlega áfram í kvöld en annað kom á daginn. Roma vann 3-0 en varnarmaðurinn Kostas Manolas gerði þriðja markið mikilvæga á 82. mínútu leiksins.

Hreint út sagt ótrúleg úrslit í Róm og Barcelona er úr leik!

Roma 3 - 0 Barcelona
1-0 Edin Dzeko ('6 )
2-0 Daniele De Rossi ('58 , víti)
3-0 Kostas Manolas ('82 )

Manchester City 1 - 2 Liverpool
1-0 Gabriel Jesus ('2 )
1-1 Mohamed Salah ('56 )
1-2 Roberto Firmino ('77 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner