Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Hálfsjálfvirka rangstöðutæknin tekin upp í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Skjáskot
Enska úrvalsdeildin ætlar að taka upp hálfsjálfvirka rangstöðutækni frá og með næsta tímabili. Ætlunin er að stytta tímann sem tekur að taka VAR ákvarðanir.

Tæknin auðveldar VAR dómurunum að skoða rangstöðuatvik og rannsóknir hafa sýnt að hún styttir hverja ákvörðun um 31 sekúndu að meðaltali.

Félög deildarinnar kusu með því að taka upp tæknina sem notuð var með góðum árangri á HM í Katar. Howard Webb yfirmaður dómaramála á Englandi segist hæstánægður með fréttirnar.

Nú er verið að vinna í því að áhorfendur á völlunum fái að sjá þær myndir sem dómarar eru að skoða í VAR atvikum, á sama tíma og dómararnir.

Búist er við því að dómarar muni tilkynna ákvarðanir í gegnum VAR í hátalarakerfinu á leikvöngunum næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner