Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 13. október 2015 21:11
Magnús Már Einarsson
Belgar verða efstir á næsta heimslista
Mynd: Getty Images
Belga verða númer eitt á nýjum heimslista FIFA sem verður kynntur þann 5. nóvember næstkomandi.

Þetta varð ljóst eftir að Belgar unnu Ísrael í kvöld í undankeppni EM.

Sigurinn þýðir að Belgar munu hoppa upp fyrir Argentínu og Þýskaland og á toppinn á heimslistanum.

Þýskaland tapaði gegn Írum í vikunni og Argentína tapaði gegn Ekvador heima. Það þýðir að Belgarnir henda sér í efsta sætið.

Belgar hafa klifrað hratt upp heimslistann undanfarin ár en þeir voru í 66. sæti listans árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner