Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
banner
   mán 15. apríl 2024 23:05
Sölvi Haraldsson
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Erlingur í leiknum í kvöld.
Erlingur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hark í dag. Þetta var alls ekki okkar besti leikur. Ég held að það sé alveg hægt að segja að við vorum heppnir í dag að fá þrjú stig.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkings, eftir 1-0 iðnaðarsigur gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar áttu erfitt með að opna Framarana í kvöld.

Þeir voru mjög þéttir til baka og voru að beita skyndisóknum sem þeir gerðu vel. Við fundum engar lausnir á því.

Dómari leiksins, Jóhann Ingi, þurfti að taka stórar ákvarðanir í kvöld sem eru án efa mjög vafasamar. Erlingur viðurkennir að boltinn hafi ekki farið í höndina á Alexi í markinu sem var tekið af Fram í fyrri hálfleik en hann telur að Fram hefði ekki átt að fá víti í seinni hálfleik.

Það er mikið búið að vera að tala um þetta mark sem þeir skoruðu. Mér skilst að það hafi ekki verið hendi en ég sá það ekki. En það er bara heppni. Síðan skilst mér að þetta hafi ekki verið víti í seinni hálfleik.

Erlingur er þá spurður út í dómarana í upphafi móts og hvernig honum finnst þessar áherslubreytingar hafa gengið.

Þetta er mjög spes verð ég að segja. Maður sýnir oft einhver viðbrögð eftir einhverja dóma og það er ekkert persónulegt við neina dómara, þetta gerist bara ósjálfrátt. Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smástund.

Ég veit ekki hvort línan sé óskýr en þetta er bara full hart.“ sagði Erlingur Agnarsson, framherji Víkinga, eftir iðnaðarsigur Víkinga á Fram í kvöld.

Viðtalið við Erling má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner